Robbie Coltrane er leikarinn sem leikur hinn yndislega Rubeus Hagrid, vin Harrys og skógarvörðinn í Hogwarts.
Robbie segist vera hissa yfir því hversu mikið af aðdáendum bækurnar og myndirnar um Harry Potter hafa eignast.
“Ég vissi að þetta yrði stórt vegna fjölda þeirra sem keyptu bókina, en, í hreinskilni sagt, þá hélt ég að þetta yrði aldrei stærra en Bond. Aldrei.”
En mun Coltrane halda áfram að leika Hagrid í þessum úber-vinsælu kvikmyndum um Harry og ævintýri hans?
"Ég veit það ekki. Ég virkilega veit ekki hvernig kringumstæðurnar verða fyrir seinustu þrjár [myndirnar]. Ég veit ekki hvort ég ætti að vera segja þetta, þó að hver sá sem hefur eitthvað vit ætti að hafa áttað sig á því,…ef að Jo Rowling hefur ekki klárað 6. og 7. bókina á næstu tveimur árum, verða krakkarnir sem við höfum í augnablikinu orðin of gömul til að leika þessi hlutverk. Og þau vilja ef til vill ekki leika í myndunum lengur. Svo þetta veltur allt á möguleikunum. Í sumum tilvikum myndi ég vilja halda áfram með eitthvað annað, en ég vil ekki segja það því það hljómar svo……óþakklátt. Svo, nei, ég veit ekki hvort ég haldi áfram að leika í myndunum.“ Sagði Robbie Coltrane og bætti svo við:
”Þau munu, að sjálfsögðu, reyna að lokka mig til baka. Bjóðandi mér himinháar fjárhæðir ".
Robbie Coltrane hefur leikið í fleiri fleiri myndum, eins og til dæmis tveimur James Bond myndum (Goldeneye og The World is not enough), Van Helsing, From Hell og The Adventures of Huck Finn (með Lotr-stjörnunni, Elijah Woods).
Persónulega vona ég að hvorki hann né nokkur annar fari úr myndunum, því það yrði einfaldlega ekki eins.
Getið þið ímyndað ykkur ef allt í einu væri bara kominn einhver annar leikari sem ein af aðalpersónunum? yrði það ekki frekar skrítið?