
Miranda er 46 ára gömul og býr í Vestur London. Hún hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tilnefnd til sex Golden Globe verðlauna þar sem hún vann tvisvar sinnum og tilnefnd til fimm BAFTA verðlauna þar sem hún vann einnig tvisvar sinnum.
Eins og langflestir vita þá er Rita mjög ákveðin og frekur fréttamaður sem á það til að leggja orðspor manna í rúst. Við hér á hugi.is/hp höfum okkar eigin Ritu, sem er kannski ekki eins slæm en þó ákveðin og kröfuhörð og hefur notið mikilla vinsælda.
Nú er bara að bíða og sjá hvernig Miranda mun taka sig út sem æsifréttakonan Rita Skeeter.