
Sumir aðdáandanna ganga þó aðeins lengra en við hin.
Fjólublátt bréf, stílað á Harry Potter, olli því að pósthúsi í Buckner, Missouri var lokað. Starfsmenn pósthússins voru að vinna með bréfin þegar hvítt duft helltist út úr fjólubláa umslaginu. Mikið gekk á inni á pósthúsinu og fyrir utan það, þar sem fólk hélt að þarna væri líklegast kominn upp miltisbrandur og leiddi þetta til lokunar pósthússins.
Bréfið reyndist þó aðeins vera afmæliskort sem 16 ára aðdáandi Harry Potters var að senda til aðalpersónunnar sjálfrar í Englandi. Aðdáandinn lét smá “flugduft” fylgja með afmæliskortinu, en þetta “flugduft” reyndist vera ekkert annað en lyftiduft.