Hér er kominn 4 kafli af fanficinu sem Fantasia og Ninas byrjuðu á í gegun msn og ég, tonks og fantasia klárum núna ;)
Eftir Endalokin
~4 kapítuli~
Hermione Granger
Draumurinn
Hermione leit í kringum sig, hvar var hún eiginlega. Hún var stödd í stórum, svörtum hátíðarsal. Heldur drungalegur en mjög fallegur. Hún var klædd í kjól frá Viktoríutímabilinu og hárið á henni var sett upp og allsstaðar var fólk að dansa og klætt upp gömlum fötum. Hún heyrði skyndilega að hurð varopnuð að baki sér og sneri sér snöggt við. Ljóshærði maðurinn sem hún mundi eftir að hafa hitt steig inn í hátíðarsalinn, dálítið utan við sig, klæddur sem franskur aðalsmaður. Bíddu hún mundi eftir að hafa hitt hann, en hvar?
Hún braut heilan um þetta, eitthvað mikilvægt! Þarna kom það hún var ein heima, grátandi og þá kom, skyndilega fékk hún dúndrandi höfuðverk og allt varð svart.
Hermione leit í kringum sig, hún lá á fallegum rauðum sófa alveg í stíl við allt annað í herberinu, og fötin sem hún var í.
Ljóshærði maðurinn stóð í einu horninu og horfði á hana.
“Hver ert þú?” spurði Hermione veiklega. “Hvað ertu að gera hér?”
”Hvíldu þig. Þetta er allt í lagi,“ sagði Ljóshærði maðurinn.
”Hver ertu?“ spurði Hún aftur og renndu augum sínum yfir fagur andlit hans. ”Ég þekki þig en ég veit ekki hver þú ert.“
”Ég veit,“ sagði ljóshærði maðurinn. Þau þögðu um stund
”Má bjóða þér upp í dans?“ spurði hann.
Hermione hikaði smástund en það stóð ekki lengi. ”Allt í lagi svosem en ég kann ekkert að dansa.“ hún var skömmustuleg.
”Ertu svo viss um það?“ ljóshærði maðurinn var lúmskur á svip.
Þegar þau komu inn í svarta salinn og birjuðu að dansa, þegar fólk sá það hættu allir að dansa. Á örskotstundu störðu allir á þau með hrifningu, þá áttaði Hermione sig á því, hún gat dansað og það mjög vel!
”Hvar erum við?“ hvíslaði Hermione að honum í takkt við valsinn.
”Heimi hinna lifandi dánu,“ sagði hann.
”Erum við semsagt í… dái?“ spurði Hermione og setti upp hræðslusvip. Hann kinkaði kolli.
”Hver ert þú?“ spurði Hermione aftur.
”Þú kemst að því þegar rétti tíminn kemur.“ En Hermione vildi fá svör við fleiri spurningum, þegar hún var aftur komin þétt upp að honum eftir fullkominn snúning hvíslaði hún að honum, ”hversvegna eru allir aðrir hættir að dansa og horfa bara á okkur?“
”Því ég er meistarinn þeirra og ég hef aldrei áður viljað dansa við nokkurn, alltaf sagt ég dansi bara við eina konu og hún sé ekki hluti af ríki mínu…“
”En afhverju ertu þá að dansa við mig?“ Hermione var undrandi.
”Vegna þess að aðeinns einn er nógu öflugur til að ná í Vanessu og þú ert lykillinn að honum…“
”Hver… hver er Vanessa?“ spurði Hermione.
”Það er sú eina sem er nógu hjarta hrein til þess að lækna okkur,“ sagði hann.
”Hvernig á hún að getað læknað okkur?“ hélt Hermione áfram. Hún tók eftir því hvernig tónlistin fjaraði út. Eldir kona, klædd í kufl frá Grikklandi byrjaði að veina.
”Hjálp! Þaaðð…“ öskraði hún. Fólk byrjaði að mynda raðir við vegginn.
”Komdu,“ sagði maðurinn og tók í hana.
”Bíddu, greiðslan ruglast!“ sagði Hermione óvart.
”Komdu, hingað. Það er að koma,“sagði maðurinn og dró hana undir rauða sófann.
”Hvað er “Það”?“ spurði Hermione.
”Það er það sem velur hverjir lifa af og hverjir ekki.“
Skyndilega heyrðu þau lágt kjökur. Hermione greyp andann á lofti. Í rúmlega 4 metra fjarlægð frá þeim, á miðju gólfinu, sat lítill drengur um 2 ára gamall einn á gólfinu og kjökraði. Móðir hans hafði greinilega gleymt honum í látunum við að koma sér í felur. Hermione tók sig til og hljóp út á gólfið og náði í drenginn.
”Hermione, ekki hann tekur ykkur bæði!“ hrópaði maðurinn.
”Hann fær ekki að deyja,“ hrópaði Hermione þrjóskulega. Hún hélt á honum í fanginu.
”Það er betra að hann deyi en við!“ sagði maðurinn.
”Hvernig geturðu sagt svona lagað?“ spurði Hermione.
“Skilurðu það ekki, það er betra að einn krakki deyi en við tvö og krakkinn með!” hrópaði maðurinn á hana.
”Þú færð ekki að taka hann!“ hrópaði Hermione að Því. ”Og þú, hvernig veit ég að ég get treyst þér? Ég veit ekki einu sinni hver þú ert!“ hún leit augnablik reiðilega manninn.
”Þú færð að vita það Hermione. Fyrst þurfum við að klára þetta!”
“Þú!” Það benti á Hermione.
“Þú ert nokkuð frökk af lítilli mannveru að vera,”
“ég er meira en mannvera. Ég er norn!” Hermione var orðin reið.
“Hahahahaha” það hló dátt
“Þú getur ekki verið norn! Nornir fara ekki hingað! Þær fara á annnan stað!“ sagði Það.
”Ég er norn,“ sagði Hermione og dró fram sprotann sinn sem var á vafasömum stað.
“aliger dolores abeo!” stórt rautt leiftur skaust útúr sprotanum hennar og lenti í brjóstinu á Því. Það greip andann á lofti.
”Hvernig? Nornir og galdramenn komast ekki hingað!“ Það rak upp óp og byrjaði að steingerast, skyndilega hvarf það.
”Ég skil,“ hvíslaði Hermione. ”Ég skil.“ hvislaði hún aftur.
”Við verðum að forða okkur!“ sagði maðurinn. ”Við verðum að drífa okkur að vakna. Það mega ekki allir vakna í einu, hann kemur aftur.
“Hvernig veistu?” spurði hún. “Hvernig veistu allt þetta?”
“Því ég veit margt,” sagði maðurinn. “Lokaðu augunum og hugsaðu stíft um einhvern sem þú elskar, þykir vænt um.”
Hugsanir liðu hratt í gegnum huga Hermione, Hvern þótti henni virkilega vænt um? Victor? Harry? Ron? Hún greip um höfuðið á sér, hver þeirra! Skyndilega skaust mynd Skakklappa upp í huga hennar og hún hugsaði stíft um hann.
Hermione opnaði augun en lokaði þau aftur vegna birtunnar.
“Hermione,” heyrði hún í Ron. “Hermione er vöknuð! Dumbledore, Hermione er vöknuð!”
Hún leit upp sá hún rautt, brosandi andlit.
“Hermione? Hver er þetta?” Ron horfði undrandi á drenginn í höndum Hermione.
“Guð minn góður! Ég gleymdi! Ég gleymdi ég hélt á honum þegar ég fór til baka!” á einhvern undraverðan hátt hafði henni tekist að taka litla drenginn með og hann var í sínum eigin líkama!
Dumbledore starði á drenginn.
“William Albert Timoteus Jaques Dumbledore?” drengurinn sneri sér við til að sjá hver ávarpaði hann.
“Afi?” spurði drengurinn og virtist undrandi.
“Hvað ert þú að gera hér?” spurði hann. “Hvað gerðist? Hvar er móðir þín?”
William fór að gráta.