Fyrir þá sem ekki vita þá er Eftir Endalokin áhugaspuni sem saminn er á suður og norðurlandi á milli MSN. Ég og NinaS erum höfundarnir og við semjum þetta í gegnum MSN.
Þetta á að vera áhugaspuni sem gerist eftir sjöundu bókina og þá er Voldemort ekkert endilega dauður. Við erum búnar að planleggja sumt en sumt kemur okkur sjálfum á óvart svo verið viðbúin öllu…
Eftir Endalokin
3. kapítuli
Ronald Weasley
“Vaknaðu maður!”
Ron hrökk upp, einhver var að hrista hann. “Harry?”
“Nei, þetta er ekki Harry. Þú verður að koma strax!” hver sem þetta var þá var hann greinilega pirraður.
“Hver er þetta?” spurði Ron ringlaður.
“Þetta er Neville. Hary er á St. Mungos og Hermione líka. Það er ekki alveg ljóst hvað gerðist. Dumbledore sagði mér að sækja þig svo drífðu þig að klæða þig í!”
Neville henti buxum til hans og bol, þar sem Ron var frekar fáklæddur
“Hvað er að Harry og Hermione?” spurði Ron áhyggjufullur.
“Ég veit það ekki. Drífðu þig.”
Neville tilfluttist á St. Mungos og Ron rétt á eftir honum.
“Ron leit ruglaður í kringum sig. Allt í kringum þá hlupu galdramenn og konur í hvítum síðum skikkjum, en hvergi bólaði á Hermione eða Harry.
”Hvar eru þau?“ spurði Ron. ”Hvar er Hermione?“
”Ég veit það ekki Ron. Við verðum bara að spyrjast fyrir!“
Ron reynd að spyrja einn græðarann:
”Afsakið…“ en græðarinn hélt bara áfram eins og hann hafði ekki heyrt í þeim.
Illur grunur læddist að Ron, ”Þau eru ekki hér sem gestir! Þau hafa verið lögð inn! Þau eru hér sem sjúklingar!“
”Rólegur Ron,“ byrjaði Neville.
”Við verðum að finna þau Neville. Annað kemur ekki til greina!“
”Við finnum þau ekkki hér. Þau eru læst inn í herbergjum sem enginn veit um því að þetta er svo einangrað mál.“
”Hvernig veistu það?“ spurði Ron forvitinn.
”Ég veit alltof mikið um St. Mungos. Þú veist það.“
”Ó, já. Auðvitað.“ Ron fór hjá sér.
”En einhver hlítur að vita um þau! Það getur ekki annað verið! Varla hefur…“
Ron lauk aldrei við setninguna því í þann mun var kallað til þeirra, ”Neville! Ronald!“ Gamall karl í blárri skykkju kom hlaupandi til þeirra. ”Hér komið fljótt!“ skyndilega var maðurinn byrjaður að hvísla.
”Komin hingað inn!“ Gamli maðurinn dró Ron og Neville inn í kústaskáp sem var þarna á ganginum.
”Hver er þar?“ spurði Ron.
”Einhver sem þið getið treyst,“ hvíslaði gamli maðurinn.
Hann hikaði, ”okkur liggur á. Hann er þungt haldinn!“
Strax eftir þessi orð dró hann þá útúr skápnum og fram eftir ganginum. Þeir fengu ekki tíma til að svo mikið sem opna munninn. Skyndilega beygðu þeir snöggt til vinstri, niður stiga, til hægri, upp með lyftu, beint áfram, til hægri, þegar þangað var komið hætti Ron að reyna leggja leiðina á minnið. Loksins hægði gamli maðurinn á sér og þá skyndilega tóku þeir eftir því að þeir voru einir. Það var enginn annar á ganginum, bara þeir þrír.
”Ég er Aberforth, vel á minnst,“ sagði Aberforth. ”Bróðir Albusar og Glaða Villigöltsins.
“Hvar erum við?” hvíslaði Ron. Hann hafði ekki tekið eftir því sem Aberforth hafði sagt.
“Við erum í…” Það var eins og Neville þorði ekki að segja það.
“Við erum á dauðadeildinni,” sagði Aberforth. “Nei, hann er ekki dáinn. Hann er bara næstum því dáinn.”
“Þú mátt ekki hugsa um það að Harry deyi Ronald. Þá deyr hann. Hver sá sem hugsar um að hann deyi mun hjálpa honum að deyja. Dauðadeildin á að hjálpa honum að deyja ekki. Skrítið ekki satt?” hélt Aberforth áfram.
“Hvert erum við að fara?” spurði Neville. “Við komumst ekki langt út frá þessu eða hvað?”
“Nei, það er rétt hjá þér. Nú skuluð þið hafa allveg hljóð.” Aberforth gekk að mynd sem hékk þar á veggnum, Myndin var af einhverjum manni sem Ron hafði aldrei áður séð, hann hneigði sig og sagði hljóðlega, “Með góðar bataóskir og von um skjótan bata hr. Potters bið ég þig um að hleypa okkur inn!”
Myndin sveiflaðist til hliðar og í ljós kom gat sem fór óðum stækkandi.
“Komið,” sagði Aberforth. Við tók þeim risastór salur þar sem fólk var að stússast í kringum einhvern sem lá í rúmi. Hlutir komu og fóru og húsálfarbirtust hér og þar. allt var alsett úr gulli nema rúmið og loftið var ein stór mynd af furðuverum sem spunnu hring í kringum kentára
“Vá,” sagði Ron og gat varla leynt hrifningu sinni. “hver er í rúminu?”
“Hr. Potter,” sagði húsálfur sem stóð við hlið þeirra. “Þið verða að hjálpa hr. Potter. Hann mikill og máttugur. Kentárar ekki komnir. Þeir koma fljótt.”
“Kentárar?” spurði Ron.
“Kentárar eru bestu læknar á sviði dulræna efna sem hægt er að fá,” svaraði Neville. “Hendur þeirra eru gættar lækningamátt sem getur nánast læknað allt.”
“Við verðum bara að vona að það lækni hann,” sagði Ron hljóðlega. “Hver veit…”
Skyndilega var sem Ron áttaði sig. “Það er bara eitt rúm! Hvar er Hermione? Er hún…?”
“Hermione er ekki dáin Ron. Hún er bara andlega þreytt. Hún situr í litla bakherberginu þarna ásamt…”
Aberforth náði ekki að ljúka setningunni því Ron var rokinn af stað, hann hljóp yfir salinn og um allan sal sussuðu græðarar, húsálfar og aðrar furðuverur á hann. Hann vatt upp hurðinni og hljóp inn, “Hermione, er allt…” hann þagnaði í miðri setningu. Hún var ekki ein. “Þú!” Ron leit á þann sem hélt Hermione í fanginu og huggaði hana. Ron leit á hann með slíkum fyrirlitningasvip fullum af hatri að hann hefði drepið smádýr úr hræðslu. “Draco Malfoy!”
“Góðan daginn Ron,” sagði Draco. “Hermione, dragðu að þér djúpt andann. Vertu róleg. Þreytan má ekki hellast yfir þig aftur.”
“Hver ertu?” spurði Hermione. “Ég veit ekki hver þú ert.”
“Hermione!” öskraði Ron. “Þetta er Dra…”
“Þegiðu!” öskraði Draco til baka. “Hún er þreytt og ég get hjálpað henni.”
“Af hverju á ég ekki að getað hjálpað henni?” spurði Ron. “Hvað er það sem þú mögulega getur gert sem ég get ekki gert?”
“Ronald þú fannst hana ekki fyrst!” Draco glotti
“Draco, hættu að glotta,” sagði Ron. “Hermione heyrirðu í mér?”
“Hver er þetta?” spurði Hermione. Ron horfði í augun hennar. Honum brá. augun sem eitt sinn höfðu verið full af lífi og krafti voru nú tóm. Það var eins og allt líf hafði sogast úr augum hennar.
“Hvað hefurðu gert?” spurði Ron. “Hvað hefurðu gert?”
“Er þetta spurning um það sem ég hef gert, eða það sem ég hef ekki gert?”
Ron leit beint í augu Draco og sá þar æðisgengið blik sem hræddi hann meir en allt annað. Hann hljóp í átt að opnum dyrunum og kallaði fram, “hjálp! Hjálpið mér! Hann er með Hermione…” það var sem orðin stæði í honum, hann horfði á fólkið koma hlaupandi í átt til sín um leið og hann sneri sér við og þá seinasta sem hann sá áður en Draco og Hermione féllu í dá var brjálæðisblikið í augum Draco og hvernig hann myndaði þessa litlu setningu með vörunum, “þú einn þekkir mig.”
“Hvað gerðist?” spurði Dumbledore sem stóð við hliðina á honum allt í einu. “Geturðu sagt mér það?”
“Hann tók Hermione með sér. Hann gæti hafa gert einhvern galdur, ég veit það ekki. Augu hennar voru… tóm.” Ron horfði á litla líkamann hennar Hermione sem var þarna svo varnarlaus þar sem fólk var á iði í kringum hana. Hvað mundi hann gera nú? Tveir bestu vinir hans fallnir í dá.
“Ron, þú þarft aðeins að setjast niður og róa þig,” sagði Lupin sem var líka kominn. “kentárarnir eru komnir. Þeir segjast þurfa að skoða hann betur.”
“Dumbledore, geturðu sagt mér…
Hvað er að gerast?” spurði Ron. “Hvað er að gerast Dumbledore?”
“Bara ef ég vissi,” hvíslaði Dumbledore svo lágt að aðeins hann heyrði. “Bara ef ég vissi.”
Takk fyrir,
Fantasia og NinaS