Jaeja hér kemur 6. kafli. Ég ligg og sleiki sólina í Portúgal og thví var mikid nostur ad bua kaflann til. Mikid ad copy/paste til ad fa islensku stafina inn. Sma villa uppgvotadist hja mer. Thar sem eg les oftast ensku útgáfuna kalladi eg Trevor Delgome, Tom Marvolo Riddle. Thid attid ykku a thvi. Harry semsagt vaknar og er i likama Voldemorts. Vonandi likar ykkur og endilega komid med komment annars er ekkert gaman ad skrifa thetta :)

Harry vaknaði við það að McGonnagal hristi á honum öxlina.
“Tom, heyrir þú í mér, vaknaðu.”
Harry fann að hann var allur að koma til og höfuðið virtist hafa lést til muna. Hann sá að hann var kominn í einkaherbergi í stað herbergisins sem hann hafði vaknað í áður.
Þrátt fyrir að líða betur líkamlega var hann í algjöri rusli andlega. Milljón spurningar sveimuðu um huga hans og hann var staðráðinn í að fá svör við einhverjum þeirra. Hann spurði:
“Hvað kom fyrir? Af hverju er ég hérna? Hvað er ég búinn að vera hér lengi og af hverju kallið þið mig Tom?”
Spurningarnar flæddu úr munni Harrys og hann tók eftir því að McGonnagal var farin að glotta góðlátlega svo hann hamdi sig um að spyrja fleiri spurninga í bili.
“Í ár er árið 1996, í dag er 27. ágúst og það er miðvikudagur. Ég heiti Vanessa Downey og hef verið hjúkrunarkona þín í fjögur ár.”
“Fjögur ár!!!”
Hrópaði Harry og fann að hann svimaði.
“Já, fyrir fjórum árum lentir þú, Tom Marvolo Riddle, í hræðilegu bílslysi og mér þykir leitt að segja þér það svona hreint út en ekkert sem ég get sagt mun milda það sem ég þarf að segja þér. Foreldrar þínir létust í slysinu”
Harry fann kökk myndast í hálsinum og var að springa úr þörf fyrir að útskýra fyrir henni þennan misskilning. Þetta hlaut að vera misskilningur, hann leit að vísu út fyrir að vera Tom en hann var ekki Tom og McGonnagal var ekki hjúkrunarkona. Harry fann hvernig tárin byrjuðu að brjótast fram og fylla augu hans um leið og hann tók til máls.
“En ég heiti ekki Tom, ég heiti Harry, Harry Potter. Þú heitir Minerva McGonnagal og ert ummyndunar kennarinn minn í Hogward. Tom er vondur vondur maður sem drap foreldra mína.”
Harry tók eftir því að McGonnagal leit áhyggjufull til hægri og þegar Harry fylgdi augnaráði hennar tók hann eftir því að Tonks sat í stól í horninu.
“Tonks, segðu henni að þetta sé satt, segðu henni að ég sé Harry.”
Harry kallaði til Tonks og hann fann volg tárin renna niður vanga sinn og mynda litla læki sem sífellt fóru stækkandi. Hann skildi ekki hvað var að gerast, hvernig McGonnagal gæti hafa gleymt honum hvernig hún gæti haldið að hann væri Tom og hvernig Tom ætti að vera svona ungur árið1996, hann hafði verið ungur miklu fyrr.
Tonks stóð upp og gekk að rúminu, hún horfði sviplaus á hann og virtist vera að íhuga hvað hún ætti að segja, hún sagði ekkert fyrr en hún var komin upp að rúminu. Þá dró hún að sér stól kom sér fyrir í rólegheitunum áður en hún sagði.
“Ég heiti Melissa og er sálfræðingur, segðu mér nú frá því hver Tonks er og segðu mér frá þessum stað Hogwards.”
Harry fann hvernig hann roðnaði á tárvotum kinnunum, hann þoldi ekki hvernig fullorðnir töluðu niður til hans, hann var nú einu sinni Harry Potter sem hafði oftar en nokkur annar komist lifandi frá Voldemort. Hinsvegar var eitthvað róandi við andlit Tonks og hann þurfti svo innilega að tala svo að hann leiddi hjá sér yfirlætið.
“Sjáðu til, ég veit að ég lít út eins og Tom, hvernig það gerðist veit ég ekki, eflaust ummyndunargaldur af einhverri sort en hitt veit ég að ég er Harry Potter og Tom er fullorðinn núna, kallar sig Voldemort og er versti galdramaður sem nokkurn tíman hefur uppi verið. Það var hann, ekki bílslys, sem drap foreldra mína, Lily og James Potter.”
Tonks hlustaði og virtist ekkert undrandi þegar Harry mynntist á galdramenn eða ummyndun. Hún sat hin rólegasta og hvatti Harry til að halda áfram með fasi sínu og einstaka jánki.
Harry fann að þörf hans fyrir að tala var eins og vatn sem þrýstist að stíflu sem er við það að bresta. Hann sá að Tonks vissi ekkert um hvað hann var að tala svo hann ákvað að byrja á byrjun og segja henni frá öllu því sem hann vissi um sitt líf.
“Það sem þú verður að skilja er að heimurinn sem þú sérð er ekki eins einfaldur og þér virðist hann vera. Samhliða þessum “heimi” er annar sem er heimur töfra, heimur galdramanna. Ég er frægasti galdramaður þessara tíma, ekki vegna galdrahæfileika minna sem ég er enn að læra í Hogwards heldur vegna þess að Tom Marvolo Riddle hinn alvondi og ógurlegi galdramaður drap foreldra mína en tókst ekki að drepa mig vegna óvænts galdurs sem varði mig vegna ástar móður minnar ég ólst upp hjá frænku minni og frænda sem komu illa fram við mig og lugu því að foreldrar mínir hefðu farist í bílslysi.”
Svona hélt Harry áfram i nokkra klukkutíma, hve marga hafði hann ekki hugmynd um hann lét bara gamminn geysa um allt mögulegt og ómögulegt. Tonks sat og skrifaði punkta en truflaði Harry sjaldan, þá helst til að biðja hann að útskýra eitthvað nánar. Hún hvorki andmælti neinu sem hann sagði né gerði athugasemdir við neitt. Að lokum stóð hún þó upp, en þó ekki fyrr en hann var búinn að segja henni frá öllum sínum ævintýrum allt til þess kvölds sem hann datt af kústinum og vaknaði hér. Þegar hún stóð upp sagði hún rólega að nú skyldi hann hvíla sig því hann væri örugglega þreyttur. Harry ætlaði að fara að mótmæla en innst inni fann hann að hann var dauðþreyttur, jafnt líkamlega sem andlega. Hann lagðist niður og sofnaði nær samstundis. Hve lengi hann svaf hafði hann ekki hugmynd um en þegar hann vaknaði var slökkt inn í herberginu og fram á gangi var dauf næturlýsing. Hann heyrði fótatak sem nálgaðist og velti því fyrir sér hvort það hefði vakið hann. Harry sem lá í myrkrinu sá að Dumbledore gekk inn og hengdi upp af sér frakka í litla fatahenginu sem var í einu hornanna í herberginu. Harry var ekki tilbúinn að tala við hann svo hann lest vera sofandi þegar Dumbledore gekk að rúminu. Dumbledore stóð grafkyrr við rúmið í nokkurn tíma og Harry grunaði að Dumbledore væri einfaldlega að horfa á sig. Hann fann óstyrka hönd Dumbledore strjúka létt í gegnum hér sitt og heyrði að hann hvíslaði.
“Velkominn til baka, velkominn til baka.”
Harry heyrði Dumbledore ganga fram og þar sem hann lá í myrkrinu var gott að hlusta á fótatakið sem var eina hljóðið sem hann var var við fyrir utan stöðugt suð í loftræstingunni. Fótatakið hætti og Harry heyrði Dumbledore spyrja eftir Dr. Melissu Andrews.
“Hún sagðist verða hérna í nótt og að hún vildi tala við mig.”
Harry heyrði ekki hverju persónan sem Dumbledore var að tala við svaraði en eftir skamma stund heyrði Harry tiltölulega hratt og ákveðið fótatak nálgast úr andstæðri átt, hann heyrði fótatak Dumbledors ganga á móti hinu fótatakinu og Harry sá Dumbledore ganga þvert fyrir dyrnar og staðnæmast þannig að Harry rétt sá í bakið á honum.
Dumbledore og Tonks heilsuðust og töluðu saman á lágum nótum en þar sem þau voru beint fyrir utan stofu Harrys heyrði hann hvert orð sem þau sögðu.
“Ég talaði við hann í fjölmarga klukkutíma í dag og þótt ég eigi eftir að vinna meira úr því sem hann sagði er alveg ljóst að í undirmeðvitundinni telur hann sig ábyrgan fyrir dauða foreldra sinna.”
“Hvernig veistu það? Sagði hann að honum fyndist það?”
Spurði Dumbledore.
“Nei, hann sagði það aldrei skýrum orðum en það kemur best fram í því að hann heldur því statt og stöðugt fram að Tom hafi drepið foreldra sína.”
Harry heyrði lága stunu eða andvarp, hann var ekki viss hvort. Hann gerði ráð fyrir að hún kæmi frá Dumbledore og Harry sár vorkenndi honum því hann gat ímyndað sér hvernig honum leið.
“Hann heldur því einnig fram að hann heiti Harry Potter og sé nemandi í galdraskóla sem þú sért skólastjórinn í.”
“Þekkir hann mig þá?”
Spurði Dumbledore og Harry fannst hann skynja örlítinn vonarneista í röddinni.
“Því miður”
Svaraði Tonks.
“Hann segir að þú heitir Dumbledore, ég heiti víst Tonks og allir þeir sem hafa eitthvað verið nálægt honum þegar hann hefur rankað við sér virðast hafa hlutverk í þessum galdraheimi hans. Það er alls ekki óalgengt að sjúklingar í dái, sérstaklega sjúklingar sem hafa komist til meðvitundar eins oft og Tom haldi að þeir hafi upplifað eitthvað á meðan á dáin stóð. Oftar en ekki er það óraunveruleg veröld eins og í hans tilviki.
Hann segist heita Harry Potter og að helsta hvatning hann um þessar mundir sé að drepa Voldemorte sem hann segir að sé nafn sem Tom, hann sjálfur, tók sér upp. Ekki vill svo til að þið þekkið einhvern Harry Potter?”
Það var stutt þögn og Harry gerði ráð fyrir því að Dumbledore væri að hugsa sig um. Loks svaraði hann.
“Nei… en Harry Anderson var gamall vinnufélagi .”
“Nei ég bjóst ekki við því.”
Svaraði Tonks og hélt áfram.
“Harry Potter er væntanlega persónuleiki sem undirmeðvitund Toms hefur búið til í þeim tilgangi að takast á við aðstæður sem persónuleiki Toms hefur ekki ráðið við. Þetta er mjög sjaldgæft en ekki óþekkt. Þá er í raun eins og tveir persónuleikar séu í sama líkama. Það sérkennilega við tilvikið hans Toms er hversu slæmt hlutverk raunverulegi persónuleiki hans leikur í sinni eigin töfraveröld. Ekki er óalgengt að persónuleikarnir séu andstæður en í öllum þekktum tilvikum á hinn veginn, hinn tilbúni persónuleiki er vondur. Þetta bendir til alvarlegs þunglyndis og sjálfshaturs. Ég legg til að hann verði undir sjálfsmorðs eftirliti á unglingageðdeild í nokkurn tíma.”
Dumbledore tók til máls og Harry heyrði að hún var við það að bresta.
“Verður hann einhvern tíman aftur eins og hann var? Verður hann einhvern tíman aftur Tom?”
“Tom hefur getað haldið báðum persónuleikum gangandi á meðan hann hefur legið í dái en nú þegar hann virðist kominn til stöðugrar meðvitundar tel ég ólíklegt að þeir geti báðir verið ráðandi á sama tíma. Einnig tel ég ólíklegt að Harry persónuleikin muni nokkurn tíman hverfa. Allt þetta á þó tíminn eftir að leiða í ljós.”
“Já, ég ætti víst að vera ánægður með að hann skuli hafa komist til meðvitundar , það er í raun kraftaverk og að hann skuli geta talað og skynjað umhverfið er eitthvað sem enginn bjóst við. Það er bara svo skrýtið til þess að hugsa að það sé í raun önnur persóna, önnur sál í þessum litla líkama.”
Harry sá að Dumbledore snéri sér við til að líta inn í stofuna, hann sá ógreinilega andlit hans í daufri næturlýsingunni en á vanganum sá hann glitra á eitt stakt, stórt tár sem fór rólega niður vangann.
Voldemort is my past, present and future.