Hmmm… loksins er komið framhald. Það er eitt við þennann kafla að hann gengur bara alls ekki upp nema að þið hafið lesið kafla fjögur. Ég vill einnig nota tækifærið og koma með smá innlegg í þessa áhugaspuna umræðu sem hér hefur verið í gangi. Áhugaspunar eru yndislegt fyrirbæri og að sjá á hverjum degi nýja og nýja kafla og nýjar sögur er frábært. Ég tek undir það að margar sögurnar eru kanski ekki vel gerðar eða skrifaðar en málið er það að mergir hérna inn á huga eru ennþá í grunnskóla og hafa því nægan tíma til að þróa sinn stíl og einkenni. Það gera þau hinsvegar ekki nema með því að skrifa og þessi vettvengur hér, Harry Potter, er æðislegur því hér er hægt að láta hugan reika um þann undraverða heim sem JK Rowling hefur skapað fyrir okkur. Þessvegna er það mín skoðun að allir áhugaspunarnir hér eiga rétt á sér og eru jákvæðir, séu þeir lélegir er það bara hlutverk höfundarins að bæta sig, en aldrei, aldrei hætta að skrifa eða hika við að senda inn áhugaspuna þótt einhverjir segi að það sé of mikið af þeim, ef þeim fynst það þá geta þeir bara valið að lesa þá ekki. Það er bara þeirra missir. En hér er 5. kafli.

5. kafli
Harry vaknaði, allt var enn svart, hann fann að hann gat ómögulega opnað augu sín. Hann heyrði raddir sem ómuðu svo nálægt honum, en voru þó svo fjarri að hann greindi ekki hvað sagt var eða hver það gerði.

Harry tók á öllu sem hann átti og þrýsti augnlokunum í sundur. Þau opnuðust eitt andartak, allt hvítt, ofbirta, augnlokin lokuðust. Allt var aftur orðið svart og Harry sofnaði þungum draumlausum svefni.

Aftur vaknaði Harry enn var allt svart og hann heyrði reglulegt tif innra með sér sem varð sífellt öflugra og öflugra, það var eins og það væri verið að berja á djúpar stríðstrommur við hljóðhimnuna á Harry. Allt í einu kipptist hann allur til og hann fann hvernig hann reis úr liggjandi stöðu upp í hálf sitjandi stöðu í eitt andartak áður en hann datt aftur niður. Á þessu andartaki fann hann augu sín opnast og enn var allt hvítt. Þvílík ofbirta, hann gat ekki lokað augunum, fullt af fólki sem stóð í kringum hann, allt svart, svefn.

Harry vaknaði enn aftur, hann mundi þó ekkert eftir fyrri skiptunum. Nú loksins vaknaði hann venjulega. Þar að segja, augun opnuðust og eftir að hafa þurft að blikka augunum í nokkur skipti, til að venjast ljósinu, snéri hann höfðinu rólega til hliðar. Það var ótrúlega sársaukafullt og hann fann að þegar hann reyndi að hreifa útlimi sína var það nánast ómögulegt. Hann horfði veikum mætti í kringum sig, hann var greinilega staddur á sjúkrahúsi, mugga sjúkrahúsi. Honum á hægri hönd sat Dumbledore, eða hafði setið. Þegar Harry snéri sér að honum stóð hann á fætur og gleði tár láku niður vanga hans. Hann heyrði þrusk sér á vinstri hönd og snéri sér við, þar kom prófessor McGonagal hún var klædd eins og læknir. Harry skildi ekki af hverju. Þegar hún sá hann horfa á sig virtist henni brugðið og hún kallaði fram á gang:
“Númer þrjú er vaknaður, Tom er vaknaður!!!!”

Hugsanirnar flugu um huga Harrys. Hugurinn var það eina sem virtist virka af fullum krafti. Af hverju hafði McGonagal kallað hann númer þrjú og Tom? Hann fann hendur taka utanum sig og fann að það var Dumbledore. Dumbledore hjúfraði sig að Harry og grét. Þetta var ekki eðlilegt, þetta var ekki hegðun sem hann hafði séð eða búist við af Dumbledore. Hendur hans voru ekki traustar og sterkar heldur skjálfandi og veikburða. Inn í herbergið komu Lupin, Tonks, Hermione, Snape og Molly. Öll klædd eins og muggar, Hermione eins og sjúklingur, Lupin og Tonks eins og læknar en Snape og Molly í venjulegum mugga fötum.
Þetta var of mikið fyrir Harry. Hann fann höfuð sitt þyngjast, allt byrjaði að hringsnúast og allt varð svart.

Enn einu sinni vaknaði Harry, hann hlaut að hafa dottið út í einhvern tíma því það var slökkt inn í herberginu og hann sá að á ganginum voru eingöngu dauf næturljós. Hann leit til hægri og sá Dumbledore sitja sofandi í stól við hlið rúmsins. Harry fór fram úr rúminu. Hann var næstum dottinn við það að fara úr rúminu. Lappirnar vildu einfaldlega ekki halda honum uppi. Hann píndi sig þó til þess að labba um herbergið. Hann var að leita af sprotanum sínum, vendinum sínum, hverju kunnuglegu sem er til að róa sig niður. Það var eitthvað innra með honum sem sagði honum að það væri eitthvað ekki í lagi, jafnvel þótt hann hefði séð allt þetta fólk sem hann þekkti og jafnvel þótt Dumbledore svæfi hliðin á honum á þessu andartaki. Harry gekk um en fann ekkert af sínum eigum. Hann ákvað að ganga fram á gang og spyrja einhvern hvar hann væri og hvaða dagur væri. Hann áttaði sig á því að hann hafði ekki hugmynd um það hversu lengi hann hafði legið á sjúkrahúsinu. Hvort það væru tveir til þrír dagar eða hvort það væru jafnvel komnar nokkrar vikur. Þegar hann var kominn að hurðinni sá hann útundan sér glampa. Hann leit ósjálfrátt til vinstri og sá að glampinn kom frá spegli sem endurkastaði ljósgeislunum frá ganginum. Í speglinum sá hann hinsvegar nokkuð sem fékk hann til að frjósa. Lappirnar sem voru veikar fyrir urðu gjörsamlega máttvana og hann hrasaði fram fyrir sig. Hann reis aftur upp, starði á spegillin. Ennþá sama mynd, hann blikkaði augunum, ennþá sama mynd. Hann settist á gólfið og starði á spegilinn. Hvernig gat þetta verið? Hvað var að gerast? Af hverju leit hann út eins og Tom? Maðurinn sem hann hataði mest af öllum, ásamt kannski Lestrange Bellatrix, Tom Marvolo Riddle. Hann teygði höndina í átt að speglinum. Hann sá Tom, sig, teygja sig á móti. Hann þreifaði eftir útlínum andlitsins í speglinum og þreifaði svo á sínu eigin. Hann var Tom, hann var Voldemort.

Hann sat enn og starði á spegilinn þegar hann fann hönd koma við öxlina á sér. Hann hafði verið að stara í spegilinn en ekki tekið eftir því að Dumbledore stóð fyrir aftan hann.
,,Tom, þú ættir ekki að fara úr rúminu, þú ert ekki orðinn nógu hraustur ennþá.“
Harry, leit á Dumbledore og fann hvernig tilfinningarnar brutust um innra með honum.
,,Dumbledore, ég er ekki Tom, ég er Harry. Af hverju ættir þú að vaka yfir Tom, hann er vondur, hann er illur, hann drap foreldra mína.”
Dumbledore horfði á Harry með áhyggjusvip og sagði:
“Tom, þú mátt ekki kenna þér um dauða foreldra þinna, þetta var ekki þér að kenna, þetta var hræðilegt bílslys sem engum er hægt að kenna um. En hvað kallaðir þú mig? Þekkir þú ekki hann afa þinn, hann Wilhelm gamla?”

Harry vaknaði án þess að hafa tekið eftir því að hafa sofnað eða misst meðvitund. Hann var kominn í annað herbergi, enn inn á muggaspítala en herbergið var öðruvísi. Hann ætlaði að fara fram úr rúminu og reyna að fá útskýringu á því hvað var eiginlega að gerast en komst að því sér til skelfingar að hann var bundinn niður og komst því ekki neitt. Hvað var að gerast???
Voldemort is my past, present and future.