Þar sem við erum alltaf að hafna áhugaspunum með sömu athugasemdirnar vil ég biðja alla sem ætla eða eru að skrifa áhugaspuna að lesa þetta.

Söguþráður: Söguþráðurinn verður að vera frumlegur og góður og má náttúrulega ekki vera stolinn. Hann verður líka að vera skýr svo lesandinn skilji eitthvað.

Stafsetning: Hún verður einnig að vera góð. Ef að þú ert léleg(ur) í stafsetningu þá skaltu bara fá einhvern til að lesa yfir fyrir þig. Og passa, engar innsláttavillur!

Málfræði er einnig mikilvæg, því að það pirrar lesandann ef að hún er vitlaus. Þetta má líka laga með því að láta einhvern lesa yfir fyrir þig.

Uppsetning: Góð uppsetning er rosalega mikilvæg. Ef hún er léleg fallast lesandanum strax hendur og hann byrjar ekki einu sinni að lesa. Mikilvægt er að hafa frekar oft greinaskil, þó svo ekki þannig að það fari út í öfgar. Þegar fólk er að tala saman á að hafa þetta einhvernveginn svona:

,,Mér finnst þú svo rosalega falleg Hermione,“ sagði Ron og roðnaði. ,,Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað í marga mánuði.

Hermione leit undan. Hún fann hvernig hjartslátturinn jókst. Hún svaraði: ,,ehh.. sko… err… þú, eða … Ehh, ég verð að fara í tíma!”
Hún tók saman skóladótið sitt og flýtti sér burt.


Ef að þú vilt ekki nota gæsalappir eru til önnur ráð, en þú þarft þá að stúdera það vel, skoða hvernig aðrir höfundar gera. Þetta verður varla skiljanlegt annars.

Dæmi um hvernig á EKKI að gera

Mér finnst þú svo rosalega falleg Hermione sagði Ron og roðnaði. Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað í marga mánuði. ehh.. sko… err… þú, eða … Ehh, ég verð að fara í tíma! Hún tók saman skóladótið sitt og flýtti sér burt.

Þetta verður með öllu óskiljanlegt, hver er að segja hvað?

Spoilerar verða alltaf að vera vel merktir ef að þeir eru úr 5 bókinni. Við hér á huga gerum samt ráð fyrir því að allir hafi lesið fyrstu fjórar bækurnar.

Lengd: Í guðanna bænum hafið þetta nú nógu langt. Það er náttúrulega ekki alveg hægt að segja hvar mörkin eru, en tvær word blaðsíður er algert lágmark! Heppileg lengd kafla í áhugaspuna eru 800 orð.

Nafn: Það er mjög mikilvægt að sagan hafi nafn, ekki bara fyrsta fanficið mitt eða fanficsagan mín Best er að setja þetta upp þannig að nafnið sé fyrst, svo komi kaflaheiti eða kaflanúmer og ef þetta er ekki langt, þá er hægt að hafa -áhugaspuni fyrir aftan.

Dæmi:

Grugguga vatnsglasið; Eldpúkinn -áhugaspuni

eða

Grugguga vatnsglasið; 87. kafli, -áhugaspuni



Gerið nú Joanne stolta og hafið almennilega áhugaspuna!