***
Þessi saga fjallar um Severus Snape þegar hann er ellefu ára. Sagan er eftir mig, Ingu Auðbjörgu, en ekki J.K. Rowling. Hún ætti ekki að spilla mikið fyrir þeim sem ekki hafa lesið allar sögurnar, en það hjálpar þó mikið. Ég er kannski ekki alveg samkvæm Rowling og alvöru sögunum, því ég kann þær nú ekki alveg utan að. Málfar og stíll er kannski ekki heldur alveg í samræmi við tímabilið, en það ætti ekki að saka mikið.
Einnig vil ég mynna á að sögurnar mínar gætu orðið svolítið svæsnar á marga kanta. Þess vegna vil ég ráðleggja þeim sem eru undir 12 ára aldri (þetta er sérstaklega til þín Sverrsi… láttu mömmu þína lesa þær yfir og athuga hvort þú þolir að lesa þetta:)) að sleppa því að lesa sögurnar… Þó ég geti auðsýnilega ekki bannað það.
***
Severus Snape gekk um stofuna heima hjá sér. Þar var allt á rúi og stúi því foreldrar hans höfðu haldið veislu nóttina áður. Hann hataði veislurnar sem foreldrar hans héldu. Þar var fullt af alls kyns fólki, galdramenn, vampírur, varúlfar, púkar, en allt voru þetta vinir foreldra hans. Hann sparkaði í tóma flösku af Warlock’s Vodka*, sem skoppaði og lenti á hausnum á sofandi manni sem umlaði og sneri sér við þar sem hann lá á vínrauðu teppinu heima hjá honum. Hann fór inn í litla, ógeðslega eldhúsið og náði í svartan ruslapoka og byrjaði að týna dósirnar og flöskurnar upp af gólfinu.
,,Ertu vaknaður Seve?” sagði mamma hans hálf þvoglumælt eftir drykkju gærdagsins.
Severus umlaði eitthvað og hélt áfram að taka til.
,,Ó, þú ert svo duglegur ástin mín,” Sagði hún og greip í ermina hans og togaði hann til sín. Hún faðmaði hann og ruglaði í hárinu, sem var þó úfið fyrir. ,,Mamma er svo rosalega heppin að eiga svona frábæran lítinn strák eins og þig!”
Hann horfði á hana. Hún var í dökkgrænum rifnum kjól og sokkabuxurnar héngu varla utan á henni lengur því að þær voru svo rifnar. Hún var með maskara undir augunum og hárið var úfið og skítugt.
,,Mamma, farðu aftur að sofa, þú ert ennþá full.” Sagði Severus afundinn og reif sig lausan. Hann lét frá sér ruslapokann, hann nennti þessu ekki lengur. Hann rölti upp stigann og klofaði fram hjá pari sem lá hálfnakið í stigaganginum. Þetta var alltaf svona eftir þessar veislur. Veislurnar sjálfar voru þó verri. Alltaf eitthvað fólk að kássast upp á hann. Móðir hans hafði þó harðbannað öllum sínum vinum að bíta hann. Hann átti að fá að ráða sjálfur þegar að hann yrði eldri hvort hann yrði vampíra eða ekki. Hann hafði nefnilega ekki fæðst sem vampíra af því að á þeim tíma sem hann var getinn var móðir hans enn bara venjulegur muggi. Hún hafði gengið í Wickakult sem samanstóð af muggum sem héldu að maður gæti lært að galdra. Þessir muggar vissu ekkert um þennan stóra galdraheim sem lifði og hreyfðist meðfram þeirra eigin. Faðir hans hafði heillað hana upp úr skónum með dularfullu líferni sínu, en ekki sagt henni fyrr en stuttu áður en Severus fæddist að hann væri vampíra.
Severus gekk út í skítuga og dimma húsasundið sem var fyrir framan útidyrahurðina hjá honum. Hann settist á hornið þar sem sólin skein ekki beint á hann, en lýsti þó upp götuna þar sem galdramenn og nornir þustu um allt.
Loftið var rykmettað og þungt og hann horfði upp í bláan himininn. Hann sá hvar uglurnar svifu um í leit af eigendum sínum eða þeim sem áttu að taka á móti bréfunum sem þær báru. Ein af þeim lækkaði flugið þegar hún nálgaðist litla fjölbýlishúsið þar sem hann bjó. Hún lenti í mölinni rétt við fætur Severusar. Þetta hlaut að vera eitthvað til foreldra hans. Hann hafði aldrei fengið póst. Frá hverjum ætti hann að fá póst? Hann átti enga vini. Þeir fáu krakkar sem bjuggu hérna í hverfinu vildu ekkert með hann hafa. Hann leysti bréfið sem var bundið við fót hennar og las utan á umslagið. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Það var stílað á hann!
Kæri herra Snape.
Okkur er ánægja að tilkynna þér að þú hefur hlotið skólavist í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir allar nauðsynlegar bækur og áhöld.
Önnin hefst þann 1. September. Við væntum uglu yðar eigi seinna en þann 31. júlí.
Með kveðju,
Albus Dumbledore,
skólastjóri Hogwarts, skóla galdra og seiða.
Severus starði undrandi á bréfið. Hann hafði einhvern tíman heyrt um þennan Hogwarts áður, en hafði ekki haft hugmynd um að hann myndi fara í hann. Og hann kunni ekkert að galdra. Hann leit á seinni síðuna þar sem var listi yfir ýmsar bækur og fleira sem hann þyrfti að fá. Hann stóð upp og ætlaði að tala við foreldra sínu um bréfið, en settist niður aftur. Hann vissi betur en svo að ætla að vekja föður sinn eftir svona veislu.
Hann sat því bara þarna með bréfið í fanginu og horfði út á götuna. Stuttri stundu síðar valt hlægjandi fólk út um hurðina að húsinu hans. Þetta var hálfnakta parið sem hafði legið í stigaganginum. Konan brosti til hans.
,,Hæ, Severus, það er það sem þú heitir er það ekki?”
Hann kinkaði kolli.
,,Hvað ertu með þarna? Er þetta bréf frá Hogwarts?”
Hann þrýsti bréfinu fastar að sér og svaraði engu. Hann langaði ekkert að tala við þetta fólk. En konan sneri sér að manninum sem var að kveikja sér í vindli.
,,Sjáðu Pontias, strákurinn hennar Pricillu var að fá bréf frá Hogwarts!” Maðurinn kinkaði kolli áhugalaust og hélt áfram að púa vindilinn. Konan lét sig þetta engu skipta og hélt áfram; ,,Systir mín kennir þar. Hún kennir umhirðu galdradýra. Skilaðu kveðju til hennar, hún heitir Sabrina.”
Severus reyndi að brosa (honum hafði að vísu aldrei gengið vel að gera það) og kinka kolli. Hann hugsaði þó með sjálfum sér að hann myndi nú aldrei fara að skila kveðju til einhvers kennara sem hann þekkti ekkert.
,,En hvaðan færðu hæfileikana? Ekki hafa foreldrar þínir mikla galdrahæfileika, þó þau kunni nú að halda alveg magnaðar veislur,” sagði hún og hló.
,,Hæfileikarnir hoppa stundum yfir kynslóðir,” sagði maðurinn sem konan hafði kallað Pontias ,,Ertu að koma?”
,,Voðalega ertu óþolinmóður, ég er að tala við strákinn,” svaraði konan en virtist þó láta undan. Hún brosti til Severusar. ,, Það var gaman að spjalla við þig. Segðu Pricillu að við höfum þurft að drífa okkur.”
Severus umlaði eitthvað og leit undan. Parið skundaði burt niður rykuga götuna. Hann sat ringlaður eftir. Hann stóð upp og hélt aftur inn.
***
*Warlocks’ Vodka. Fyrir þá sem eru undir 20 árunum er þetta áfengislaus drykkur sem heitir bara að tilviljun nafni sem Rússar hafa gefið sínum ástsæla áfengisdrykk. Fyrir 21+ þá er þetta rótsterkt helvíti úr galdraheiminum:)