Reyndar út af því að eigendur sprotans voru venjulega ósigrandi og erfitt var að afvopna þá.
Var nú reyndar að tala um fólk og wands yfir höfuð, en ég man ekki alveg hvernig hún útskýrði það (ef þessi regla gildir, þá væri fólk að missa sprotana sína allan tíman. Hogwarts, verið að kenna Expillarmus, “úps, nú á ég sprotann þinn.”) En mér er eiginlega sama um þetta.
Gætirðu útskýrt þessa setningu aðeins betur.
Þegar Tom Riddle var 16 ára hafði hann drepið líffræðilegan föður sinn og fjölskyldu hans, hann var toppnemandi í Hogwarts, hann var orðinn ódauðlegur, hann hafði alla sem hann hitti (kennara, félaga, flest allir nema Dumbledore) vafið um fingur sinn. Hann náði að finna og opna Leyniklefa Slytherins, komist upp með nokkur morð og allt lék í lyndi fyrir hann. Næstu 50-60 ár eða svo lærði hann svartasta galdra sem til voru, varð svo máttugur og kunnáttumikill að sá eini sem gat haldið honum í skefjum en aldrei sigrað var Albus Dumbledore, þá “The greatest wizard in the world”, með áratuga forskot á hann. Ég held ég sé búinn að sýna þér hversu máttugur hann var; svo höfum við Harry.
Frá bók 1 til 4 getum við séð hann þroskast sem galdramann, og getum hugsað okkur að hann muni enda í sama league og Dumbledore og Voldemort með tímanum. En sorglega þá eyðir hann 5 árinu sínu í þunglyndi, martraðir og að kenna vinum sínum nokkra galdra. Frá 5. til 7. bókar leggur hann algjörlega engan metnað í að gera sig betri þegar hann veit að hann mun á endanum mæta Voldemort og þurfa að drepa hann.
Flestir kennarar og hinn almenni Auror (á íslensku?) getur sigrað hann í einvígi, og þeir hinir sömu eru of hræddir við Voldemort til að einu sinni segja nafnið hans. Dumbledore, Snape, Flitwick, McGonagall, Lupin, Sirius, James voru allir betri en Harry en samt gat engin þeirra sigrað Voldemort. Ég meina komon, þegar Dumbledore var unglingur “framkvæmdi hann galdra sem ég hafði aldrei séð neitt í líkingu við áður”, Snape hannaði sína eigin galdra (eða fann þá, er ekki alveg viss með það, kom aldrei nógu vel fram) kunni meira í The Dark Arts en flestir á sjöunda ári þegar hann var 11 ára, varð meistari í Occlumency og kunni Legilimency. Hann varð yngsti potion master í mörg ár og var sérstaklega góður í silent casting. Þetta var bara Snape (Og mundu að hann sleikti skóna hans Voldemorts og Dumbledore's til skiptis, var að vísu hæfileikaríkur galdramaður, en hinir tveir voru einfaldlega á öðru plani en restin), svo ekki sé talað um hina, meistarar í transfiguration, charms, sterkustu meðlimir reglunnar o.s.frv.
Sérðu hvert ég er að fara? Harry var í besta lagi above average, ekkert sérstakur, en náði samt að sigra einn hættulegasta Dark Lord og galdramann síðan Grindelwald.
Að vísu leit út fyrir í fyrri bókum að hann væri eitthvað annað en venjulegur galdramaður, s.s drap Quirrel/Voldemort þegar hann var 11 ára án þess að hika (þegar hann áttaði sig á því hvað gerðist þegar Quirrel snerti hann greip hann um hálsinn á honum og andlitið, segðu mér ekki að hann ætlaði sér að losa sig við þessa ógnun viljandi), drap Basilisk með sverði Gryffindors þegar hann var 12, gat framkallað Patronus sem hélt aftur yfir hundruð Dementors 13 ára, e'ð sem fæstir fullorðnir gætu, og 14 tók hann þátt og vann the Triwizard Tournament.
Eftir það missir hann eiginlega allt frumkvæði og lætur aðra sjá um að gera allt fyrir sig (Dumbledore, Hermione svo dæmi séu nefnd).
Frekar erfitt fyrir hann að pynta alla, miða við að hinir drápararnir(nema Bellatrix samkvæmt þér) höfðu gefist upp, verið sigraðir eða drepnir, og hann var ekki lengur ódauðlegur.
Var nú bara að koma með dæmi, var ekkert að meina bókstaflega að hann hefði stoppað að berjast og byrjað að pynta fólk. Ég var búinn að lýsa fyrir ofan hversu slunginn og máttugur hann var/átti að vera, en samt tók hann sér heila eilífð að ráðast á Hogwarts (Hann var búinn að taka yfir ráðuneytið, eini andstæðingurinn hans sem ógnaði honum e'ð var dáinn) og miðað við hversu illa góðu gekk í bardaganum í enda 6. árs var frekað skrýtið hvað þeir “ownuðu” vondu kallana í þessum lokabardaga. Mér finnst Rowling var búin að skapa spennu og fylla mann eftirvæntingu upp að 7. bókinni, nú fær maður loksins að sjá hvaða awesome galdra Harry framkvæmir til að sigra Voldemort en í staðin fór hann í útileigu með brotinn sprota, galdraði eiginlega ekkert (sum atriði voru samt geðveik, ferðin frá Privet drive með eldinum og flóttinn frá Gringotts (sp?)) en lét Hermione sjá um það fyrir sig.
Fannst það verulega asnalegt að Harry sigraði bara útaf tæknilegum smáatriðum um hver átti hvaða sprota, persónulega finnst mér það ekki hafa átt að skipta neinu máli, Voldemort var samt miklu betri galdramaður og miklu máttugri. Geturðu hugsað þér Goyle sigra Dumbledore bara af því hann hefði the Elder Wand? Hélt ekki:)
En þetta er orðið að hálfgerðri ritgerð hérna hjá mér, vona bara að þetta svari spurningunum þínum og komi áliti mínu á framfæri. Ef þú vilt finna betri rökstuðning og fólk sem veit virkilega hvað það er að segja, mjög góða fanfics o.s.frv. mæli ég með
www.darklordpotter.net en ég myndi fara varlega með að pósta þarna strax, lurkaðu frekar lengi áður en þú gerir það annars verðuru niðurlægð án miskunnar:P