Richard Harris: Mjúk rödd, fallegt andlit (og þar af leiðandi ekta Dumbledore), ljúft bros, hvítt hárið og skeggið fékk að lafa fallega niður slétt og fínt, tígulegar hreyfingar…
Hann var Dumbly-dorr…
Sir Michael Gambon: hörku- og leiðinleg rödd, grimmt andlit (og þar af leiðandi ekki ekta Dumbledore), grátt hárið og skeggið í flóka út í loftið - að ég tali nú ekki um þessa andskotans, helvítis TEYGJU - snubbóttar hreyfingar…
Hann getur ekki verið Dumbledore þótt hann myndi reyna það sem eftir er af ævi hans.
Og já, ég er bitur yfir þessu öllu saman.
Þessi mynd er því einum of sönn. Einmitt gott að þú skyldir hafa fundið hana. Er búin að vera að leita að henni í marga mánuði xDD