Okei nei nú verð ég að vera ósammála þér.
Þeir gjörsamlega rústuðu Lupin. Þetta var sko eins langt frá því að vera Remus Lupin og Walther Matthau að leika Voldemort.
Lupin er í fyrsta lagi grannur og renglulegur…. þessi var feitur og pattaralegur.
Lupin er í öðru lagi um 35 ára gamall þegar myndin á að gerast… þessi gaur er nær því að vera um fimmtugt.
Lupin var ekki með yfirvaraskegg!!!! Það er bara but ugly að vera með yfirvaraskegg. Alskegg ok. Krataskegg fínt, yfirvaraskegg eitt og sér…. úff nei.
Ég kem aldrei til með að sætta mig við þennan Lupin. Enda er Lupin ein af mínum uppáhalds persónum (hann Molly, Ginny og Hermione - Snape á líka sérstakan stað í hjarta mínu).
Lupin er mikið betri, fallegri og meira sexy en þessi gaur.
Ég er líka ákaflega svekkt út í framleiðendur myndanna sem virðast gera ótrúlegustu hluti til að geta grætt aðeins meira, eins og t.d. að skera niður haug af mikilvægum atriðum fyrir söguna en setja í staðinn lengri og flottari flug atriði ofl. Að þeir skyldu ekki hundskast til að setja inn flottari Lupin fyrir okkur mömmurnar til að skemmta okkur yfir. *hristi haus*
Við Fantasía vorum komnar á það fyrir ári síðan að hinn fullkomni Lupin hefði í raun verið aðeins ljóshærðari útgáfa af Dr. Luka Kovac í E.R.
Remus Lupin í POA myndinni var bara all wrong
Snape hins vegar sleppur fyrir mér þó að hann sé of gamall og silalegur fyrir hlutverkið þá er hann bara svo drullu góður í karakternum.
Ron er ok. Ekki 100% eins og ég ímynda mér hann… töluvert vælnari og á bara einn svip en hann er ekkert verri en margt annað í þessum myndum.
Eins og þú kannski heyrir þá er ég ekkert sérstakur aðdáandi myndanna og eiginlega alls enginn aðdáandi myndana, finnst þær eiginlega vera móðgun við frábæra sögu.
Sorry, tapaði mér alveg núna…. you have avoken the wrath of Tzipporah í þessum málefnum.
Ekki þú persónulega, bara minntir mig á helstu ástæður þess að mér er meinilla við þessar myndir.
Þetta er ekki meint sem persónulegt áreiti á þig. Sorry….
kveðja
Tzipporah
sem skilur ekki fólkið sem hún hittir sem vill bara horfa á myndirnar og ekki lesa bækurnar….