Nokkuð mikið sammála. Ein af þeim ástæðum af hverju ég fíla ekki þessar myndir.
Eins og ég segji alltaf þá átti að bíða með þetta allt þangað til seinasta bókin kæmi út!
Maður getur ekki séð hvernig 7 bóka sería er þegar maður hefur aðeins 3 bækur undir höndum (þegar myndirnar byrjuðu held ég)og 4 mismunandi leikstjóra!!.
Mér finnst þetta asnaleg sóun á myndefni og einhverjum weird hugmyndarflugi sem er engan vegin að gera sig:
1.eins og hárið á Daniel
2.leikaraval eftir aðra myndina
3.tilgangslausar lengingar þar sem annað hefði alveg getað komið í staðinn, þá er ég að tala um þessar flug-senur með Harry… þær voru allt í lagi með Grágoggi en þegar drekasenan var, Jesús almáttugur! hvað var það?.
Æ, mér finnst þetta bara svooooo pointless!
Meina hvaða heilvita maður hefði gert LOTR án þess að lesa seinustu bókina. Rowling getur örugglega ekki alltaf verið að benda á alla þessar vísbendingar sem láta allt ganga upp. Ef þessar vísbendingar finnast ekki í bókunum auðveldlega þá er bara um að gera að horfa á myndina og þá þarf maður bara að sortera það sem er í bókinni og hvað ekki, þá kemur vísbendingin í ljós.
Arrg, varð bara að hella úr skálum pirrelsis.
Vatn er gott