Ef einhver leikari hefur einhvern tíma verið miscast, þá er það Daniel Radcliffe. Hann er ÖMURLEGUR að öllu leyti, hefur skánað, en hann er bara einfaldlega skelfilega óhæfur sem Harry Potter. Sjáiði bara Harry Potter and the Philosopher's Stone, sjaldan hef ég séð verri leik frá neinum en hann sýndi í þeirri mynd. Mér finnst myndin góð, og er það aðalega vegna þess að það allir hinir leikararnir voru fullkomnir í sínum hlutverkum, og þá sérstaklega Richard Harris, Alan Rickman og Maggie Smith. Sjáiði svo þegar hann liggur á jörðinni eftir ákveðinn atburð í 4 bókinni og er að gráta yfir vissu atviki. Það er eins og hann sé að kafna úr hlátri! Ömurlegt. Svo þykir mér Michael Gambon skelfilega lélegur sem Dumbledore, hann lætur karakterinn virka svo reiðann einhvern veginn. En þetta er bara mitt álit…