Þetta síðasta sem Harry segir er bara afbökun af “Gæti Guð gert svo stóran stein að hann gæti ekki lyft honum sjálfur” eitthvað sem miklir rökfræðisnillingar halda fram að sanni að Guð sé ekki almáttugur. *hristir haus* (finnst reyndar besta svarið við þessu vera frá gömlum kristniboða sem ég þekki til sem svaraði á þennan hátt “Já, auðvitað en þú ert bara of vitlaus til að skilja það!” he he)
En já, Aslan er Jesús. Hann deyr fyrir syndir annarra til að sigra hið illa og búa öllum betri heim.
C.S. Lewis var sjálfur mjög kristinn maður og bjó til sögurnar sínar til að boða kristna trú og kristin gildi.
Kristnin var aðal ágreiningsefni Lewis og Tolkiens en hann var ekki kristinn og þeir rökræddu víst mikið um hvort að kristnin þyrfti að koma fram í heimi þar sem var barátta milli góðs og ills eða ekki.
Það er margt fleira í Narníu sem á sér hliðstæðu í kristnidómnum og Biblíunni.
Nornin er að sjálfsögðu djöfullinn. Kemur í ljósengilsmynd þegar hún þarf á að halda en er svo rotin og ill í gegn.
Í frændi töframannsins er farið í gegn um sköpunina. Það er reyndar svo langt síðan ég las hana að ég man ekki alveg eftir henni. Þarf að fara að rifja hana upp.
Í Hesturinn og drengurinn hans eltir Aslan drenginn sem ekki þekkir til hans og verndar hann á leið sinni líkt og Jesús verndar okkur gegn illu. Drengurinn fattaði það reyndar ekki að fyrr en í lok bókarinnar þegar hann fékk að vita hver Aslan var, þá skyldi hann hvernig Aslan hafði verndað hann og vakið yfir honum allan tímann. Mjög svipað því sem kristnir einstaklingar upplifa oft þegar litið er til baka yfir lífið. Maður finnur ekki alltaf fyrir Jesú en þegar maður lítur til baka sér maður að hann hjálpaði manni rétta veginn. Það er sú bók sem mér fannst mesti boðskapurinn vera í (fyrir utan Ljónið, Nornina og Skápinn) og þar sá ég mest þann Jesú sem ég þekki í Aslan.
Kveðja
Tzipporah