Nei sem betur fer eru ekki allir sammála í þessum heimi, hvar væri líka fjörið í því?
En ef allir væru sammála mér þá væru þessar kvikmyndir ekki einu sinni til ennþá… ekki fyrr en í fyrsta lagi nokkrum árum eftir að bók 7 kemur út og þá væri sami leikstjóri sem leikstýrði þeim öllum og hann gerði það vegna áhuga á sögunni en ekki til að verða ríkur og frægur því sögurnar eru nú þegar vinsælar…
Ég þoli ekki þessar bíómyndir, finnst þær smána þessa frábæru sögu. Þessvegna finnst mér mikið skemmtilegra að sjá hvernig aðrir ímynda sér persónurnar og teikna þær. Sérstaklega ef það eru fallegar teikningar sem passa vel við myndina af persónunni sem býr í höfðinu á mér ;)