
http://www.imdb.com/title/tt0446687/
——
www.comingsoon.net
Framleiðendur Harry Potter myndanna hafa staðfest það að Gary Oldman muni snúa aftur sem Sirius Black í Harry Potter og Fönixreglunni - þrátt fyrir fregnir af því að hann myndi ekki gera það.
Enn hefur þó ekki verið gerður samningur við Oldman, þrátt fyrir að tökur á myndinni eru nú þegar hafnar. David Heyman, einn af framleiðendunum, fullyrðir þó að nóg tími sé fyrir Oldman til að gera samning við þá: “Við tökum ekki upp hans hluta í ákveðinn tíma og eins og það er alltaf, þá byrjar maður á þeim hlutum sem eru langmikilvægastir. Við ætlum okkur að hafa Gary Oldman með sem Sirius Black.”
Gary Oldman, þessi 47 ára leikari, er í augnablikinu með leikstjóranum David Fincher í Los Angeles að taka upp myndina Zodiac.