Búðu þig undir ágætlega langt svar.
Það sem þú varst að lýsa er ekki einu sinni aðalsöguþráðurinn. Spádómurinn er ekki það er dregur söguna áfram. Eins og alltaf þá er það skólalífið sem er aðalfókusinn. Í OOTP er það að MOM er að reyna ná meiri völd yfir Hogwarts með því að koma með kennara þaðan sem hefur líka völd til að dæma aðra kennara, reka þá, láta ákveðna nemendur fá meiri völd og banna nemendur að læra defense against the dark arts.
Út af þessu ákveður tríóið með öðrum að berjast gegn þessu með því að læra fagið sjálf til að geta verið undirbúin þegar Voldemort fer að sölsa undir sig meiri völd (sem gerist strax Deathly Hallows).
Þar að auki eru margir undirsöguþræðir í gangi eins og Order of the Phoenix, Harry að þjálfa sig í að verja hugann sinn, ástarlíf Harrys og fleiri. Og það eru ennþá fleiri í bókinni, trúðu mér. En að mínu mati er myndin 3. eða 4. besta úr seríunni á eftir HBP, DH2 og kannski COS.
Spádómurinn sagði meira en bara þetta. Hann sagði líka að Voldemort mundi láta Harry vera jafningja sinn. Og af hverju er þetta tilgangslaust? Það aldrei áður sagt að þeir þurftu að drepa hvorn annan, og það var aldrei áður minnst á af hverju Voldemort vildi drepa 1 árs barn.
Hinsvegar, þá er það rétt hjá þér að myndin sleppir mikið úr bókinni. Jafnvel þótt ég var að mestu leyti ánægður með það sem var sleppt, þá fannst mér vanta smávegis meiri karakter í nokkra af aukakarakteranna (T.d. Neville, Tonks og Ginny). En OOTP er ein af mínum uppáhalds bókum. Mér finnst söguþræðirnir vera góðir, margir karakterar fá meiri dýpt, nokkrir eftirminnilegir karakterar birtast í fyrsta sinn hér (Tonks, Luna Lovegood, Bellatrix, Umbridge…), hún er fyndin, klæmaxið er frábært, það er fullt af góðum þemum og pælingum í henni (sem eru misaugljósar), Umbridge er stórkostlega mikil tík og hérna fór ég loksins að sjá Harry sem mjög raunverulega persónu sem er hefur bæði góða kosti og galla og fær góða þróun í sambandi við dauða, félagsskap, stelpur og að berjast fyrir því sem er rétt.
Nógu gott?