svona til að byrja með: heitir móðurbróðir hans ekki Morfin(endilega leiðrétta mig ef ég er að rugla).
Alla vega, ég held að það sé ekki hægt að rekja galdurinn sem voldemort framdi í húsi Morfins vegna þess að það er, eins og áður hefur verið bent á, hús galdrafjölskyldu.
Varðandi húsið þar sem muggarnir bjuggu, var Voldemort ekki orðinn 17 ára? Þá er er rekjarinn farinn af honum, eins og kemur fram í a.m.k. 7undu bókinni(man ekki með hinar) og þá er einungis hægt að rekja gladurinn sem var framinn, ekki hver framdi hann ;) . Og þar sem sproti Morfins var sá sproti sem framdi galdurinn gerði ráðuneytið auðvitað ráð fyrir að Morfin hefði framið galdurinn.
Auk þess var Morfin þekktur fyrir muggaáreiti svo þeir voru ekki beint að rannsaka þetta vel.
Bætt við 28. apríl 2011 - 17:04
Fór að pæla aðeins í svarinu. Er nokkuð hægt að rekja galdra ef rekjarinn er horfinn af? Þegar ráðuneytið frétti af morðinu fór það fyrst til Morfins vegna þess að hann var þekktur fyrir muggaáreiti. Þegar þeir fundu svo sprotann hans og sáu að galdrarnir sem notaðir voru til að drepa muggana voru síðast framdir með hans sprota var hann auðvitað sendur beint til azkaban :)
Learn from yesterday, live for today, hope for tomorrow. The important thing is, not to stop questioning. -Albert Einstein