Tekið af umfjöllun minni á /hp
1: Spegillinn. Í myndinni hefur Harry spegilbrotið úr spegli sem Sirius gaf honum þegar Harry var á 5. ári. Vandmálið við þetta er að þetta er ekkert útskýrt, EKKERT. Maður veit ekki hvar Harry fékk þetta, frá hverjum eða hvernig hann virkar. Ég er soldið hissa á því að Rowling bað Yates sérstaklega um að hafa Kreacher í Order of the Phoenix, en af hverju minntist hún ekki á þetta?
Eða var spegillinn sýndur í Half-blood Prince? Ég man ekki eftir því.
2: Dursley-fjölskyldan: Einna mínútu cameo, búið. Engin kveðja sem var í bókinni, þegar Dudley og Harry sættast loksins eftir 17 ár, og hvernig Petunia var í atriðinu (sem endar á því að hafa ástæðu). Það var samt gaman að sjá Richard Griffiths með grátt hár og skegg.
3: Ginny. Ég hafði þegar heyrt þennan galla og fylgdist þess vegna vel með. Eftir giftingaratriðið er minnst á Ginny tvisvar sinnum (í sambandi við köku og síðan talar Ron um hana) og kemur síðan í nokkrar sekúndur í myndinni í viðbót. Ég get kannski verið smávegis hlutdrægur þar sem Ginny er með uppáhalds karakterunum mínum, en ég vildi fá meira. Ég vildi fá eitthvað atriði þar sem Harry hugsar til hennar eða talar um hana. Meira að segja að skoða hana á kortinu hefði gert sitt. Þau eiga að vera hrifin/ástfangin af hvort öðru en mér fannst vanta smávegis við þetta, sérstaklega samanborið við 6. myndina (en sambandið á milli þeirra þar hefur hækkað mikið síðan ég sá hana í fyrsta sinn). Það er eins gott að hún fái að vera slatta í lokakaflanum. Kossinn var samt mjög vel gerður.
4: Horcruxes/helkrossar. Huffelpuffbikarinn er í lagi þar sem það sást hversu hrædd Bellatrix var þegar hún sá sverðið (sem átti að vera á sama stað og bikarinn, í hvelfingunni hennar í Gringott) en ennþá hefur ekkert verið minnst á hina helkrossana. Harry veit ekki að Nagini sé helkross og ekki heldur að höfuðdjásnið sé síðasti helkrossinn (og man ég ekki eftir að hafa séð það í 6.) rökfræðilegast væri að Ginny sá það þegar hún og Harry voru í Room of Requirement. Það þarf góða leikstjórn til að bæta þetta.
1. og 4. geta verið lagað með smávegis útskýringum, 2. er meira nitpick frekar en galli og hægt er að bæta fyrir 3. með því að hafa Ginny meira í myndinni samanborið hvað hún var mikið í síðari hluta bókarinnar.
6. hafði sín nitpick/galla sem löguðust í 7., líkt og 7. núna. Þannig að 8. þarf að hnýta allt saman.