Það er kominn nýr Deathly Hallows trailer. Ákvað að setja hann hérna inn, svona til vara, ef þið eruð ekki búin að sjá hann núþegar:
http://www.youtube.com/watch?v=Su1LOpjvdZ4
Og…ÉG ER AÐ DEYJA ÚR SPENNINGI!! Vildi óska þess að ég hefði tíma til að lesa seinustu bókina aftur! Hef bara lesið hana einu sinni, og er búin að gleyma svo miklu! En jæja, ætli það þýði ekki bara að ég verð aðeins ánægðari með myndina þar sem ég mun ekki taka eftir eins mörgum “villum” eða misræmi milli myndarinar og bókarinar.
En hvað segið þið, eruð þið ekki spennt? :D Og hvort ætli þið á hana í 3D eða 2D? Ég held að ég fari nú bara á hana í 2D…er ekki vön því að hafa Harry Potter í sérstaklega í þrívídd. Svo nota ég líka gleraugu og þá getur verið svolítið pirrandi að þurfa að setja 3D-gleraugun yfir þau. En annars á það eftir að koma í ljós :)
Hvað finnst ykkur? :)
An eye for an eye makes the whole world blind