Fann hér tvo spuna fyrir ekki svo löngu og fannst þeir frekar áhugaverðir.

Báðir spunarnir eru mjög ólíkir og eru báðir í öðruvísi flokkum.

Black is our World: Þessi spuni gerist í heimi þar sem Voldemort vann stríðið og þannig bull og eru Draco Malfoy og Hermione Granger aðal persónur.
Að mínu mati er þessi ALLT öðruvísi en margir aðrir líkir spunar í þessum flokki. Þessi er mjög þungur og er frekar niðurdrepandi og inniheldur mikið ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt. Varúð að þessi spuni er eiginlega fyrir þá sem eru með mikla þolinmæði gagnvart lestri.

http://www.fanfiction.net/s/2329131/1/Black_is_Our_World


Unsung Hero: Ég er nýbúinn að lesa þennan og að mínu mati er hann alveg ágætis skemmtun. Plottið fjallar um að Harry er ,,útlagi“ en tvíburabróðir hans er hylltur sem hetja. Það er alveg hellingur að gerast og það er mjög gaman að lesa hann alveg til enda þar sem það er mikið af tvistum og svo er líka fyndin húmor í þessum.
Eina sem pirrar mig er það að þessi spuni er í ,,Super-Harry” flokknum, að mínu mati finnst mér of mikið af þeim.

http://www.fanfiction.net/s/2900438/1/Unsung_Hero


Báðir spunarnir eru fullkláraðir og eru 100.000+ orð.
Það er meira að segja komið framhald við Unsung Hero spunann, en hann er nýkominn og ég held að höfundurinn áætli sér að klára hann.