Hahahahahaha.

Þurfti bara að deila þessu. Smáspuni eftir notandann GullaGIB. Njótið.


Ég heiti Severus Snape og er töfradrykkjameistari og einnig töfradrykkjakennari í Hogwartsskóla galdra og seiða. Þetta er það sem ég geri alla mína morgna:

Fyrst fer ég í sturtu. Þótt að ég eyði mestu af peningunum mínum í eitthvað sem tengist töfradrykkjum þá er baðherbergið hjá mér ótrúlegt! Tvær sturtur; önnur með venjulegu vatni en hin með vatni og sjampói í einu. (Mjög hentugt ef maður er að flýta sér). Og eitt bað á stærð við ágæta sundlaug. Ég veit ekki hversu mikið af sápu og þannig ég hef keypt fyrir það… en mér líkar það! Jæja, svo eftir að ég er búinn í sturtu/baði þá fer ég náttúrulega að þurrka mig og greiða hárið á mér. Ég er nefnilega ekki með fitugt hár. Ég gæti þess vel og vandlega að það sé aldrei fitugt! En, okkar á milli, þá er ég með hár sem jafnast á við Hermione Granger! En ég get ekki reynt að vera ógnvekjandi og með krullað hár í einu, það er ekki hægt! Svo, ég læt einfaldlega mikið af geli eða vaxi í það. Og svo eitthvað meira sem ég man ekki alveg hvað heitir, en mér er sama, það heldur hárinu á mér beinu.

Síðan gæti ég þess að það sjáist ekki hversu brúnn ég sé í raun og veru. Ég er franskur í raun og veru, og þegar það er sumar þá fer ég í frí til Frakklands. Maturinn í Bretlandi er viðbjóðslegur, ég fer alltaf á einn veitingastað í Clermant Ferrand, heimabænum mínum. Og hitti alltaf þessa yndælu og frönsku stúlku sem… tja, nóg af því, aðalatriðið er bara það að ég fer til Frakklands og hitti vini mína á sumrin. En hvert var ég kominn? Ójá, ég læt krem á mig svo að húðin virðist vera föl. Aðeins Poppy og Albus vita af því. Poppy því að hún þarf stundum að hjúkra mér og Albus því að hann er pirrandi alvitringur. Þegar kremið er komið á þá gæti ég þess að ég geti hreyft andlitið eins og ég vill. Lyfta annari augabrúninni, glotta illilega, bara þetta venjulega. Og stundum, ef þetta er sérstakur dagur, þá hef ég maskara. Svo virðist sem enginn hafi tekið eftir því, en, ég hef frekar löng augnhár og ég vil að þau séu fullkomlega bein! Rétt eins og augabrýrnar mínar, þær verða alltaf að vera þunnar, svartar og öll hár í rétta átt.

Svo læt ég linsurnar. Enn eitt sem þið vitið sennilega ekki um mig, en ég þarf að nota gleraugu og hef fallega blá augu. En blá augu, svart hár og gleraugu… þetta er hrikalegt saman! Þessvegna nota ég linsur. Til að losna við gleraugu og til að hafa almennilegan augnlit sem passar við mig. Eftir þetta geri ég ekkert meira við andlitið á mér. Nema ef það er eitthvað að. Já… síðan fer ég aftur inn í svefnherbergið mitt og fer í svarta skikkju. Ég tek mér smá tíma fyrir framan spegil til að hún sveiflist vel um. Þetta er mjög flókið. Ég vil að skikkjan “svífi” um án þess að ég þurfi að hreyfa mig of mikið. En, eftir áralanga reynslu er þetta orðið auðvelt. Samt gott að vera viss. Ég vil ekki gera mig af fífli.

Þá er yfirleitt ekkert eftir. Krullað hárið á mér er orðið slétt og fitugt, augun virka og eru svört, skikkjan sveiflast óhugnalega til… tada!