What?
Í fyrsta lagi, þetta tengist “óheppni” ekki neitt. Það er dagljóst að átt er við nisti í þessu samhengi, nisti sem hefur þann eiginleika að geta haft eitthvað merki framan á, getur hangið utan um hálsinn líkt og hálsmen og getur opnast svo að hægt sé að geyma litla mynd innan í. Ég átti virkilega erfitt með að sjá þetta fyrir mér með lás í huga (og þá meira að segja hengilás, miðað við það sem ég hélt).
Í öðru lagi þá getur locket ekki þýtt bæði háls og nisti. Það eru önnur svipuð orð, t.d er locker eins konar geymslubox, locked er að vera lokaður eða læstur. Locket þýðir hins vegar aðeins nisti, eftir því sem best ég veit, en þú mátt endilega reyna að sannfæra mig um annað teljirðu að ég hafi rangt fyrir mér.
Í þriðja lagi, sjáðu svar mitt fyrir ofan. Biðst afsökunar á vanþóknunninni í fyrra commenti, langt síðan ég las 2 bókina og var búin að gleyma að það væri “I am”/“Ég er”. :)
Heimildir:
Snara.is: lock·et /Çlɒköt/ n nisti, hálsnisti
Ordabok.is:
Ensk-íslensk
locket
NAFNORÐ
hálsnisti h.; nisti h.
Dictionary.com: locket
–noun
1. a small case for a miniature portrait, a lock of hair, or other keepsake, usually worn on a necklace.
2. the uppermost mount of a scabbard.
www.en.wikipedia.org: A locket is a pendant that opens to reveal a space used for storing a photograph or other small item such as a curl of hair.
Cambridge Advanced Learner's Dictionary: a small item of jewellery which opens to show a small picture or piece of hair, usually worn on a chain around a person's neck.
Es. Það virðist nú frekar greinilega að það er hvergi hægt að finna aðra þýðingu á orðinu, ekki einu sinni á Dictionary.com sem er oftast með flestar orðskýringar. Ertu þá ekki sammála mér að það sé frekar cheap, þrátt fyrir hve augljóst það er að átt sé við nisti, að þýðandinn hafi ekki einu sinni getað haft fyrir því að leita í orðabók að þessu orði?