Ja, þar er ég reyndar sammála þér. Ég hef að vísu ekki komist í að lesa Twilight bækurnar, en myndin var allt í lagi. En engu að síður finnst mér algjör óþarfi að bera þetta stanslaust saman og að fólk þurfi endalaust að vera að velta upp spurningunni hvort sé betra. Þarf annað að vera eitthvað betra en hitt? Ég held að báðir flokkar hafi sína kosti og galla og séu bara báðir mjög góðir á sinn hátt.
Sagði aldrei að þetta skipti máli, fannst þetta bara vel gerð grein :) Lastu hana? Ég allavegana sá hana ekki í neikvæðu ljósi eins og mér finnst þú ýja að (sorry ef ég er að mistúlka), finnst hún miklu frekar benda á að þrátt fyrir twilight og þeirri spennu sem því fylgir, skyggir það ekki á Harry Potter og töfrana sem umlykja þann heim.
Voru einhverjar sögusagnir um flutning sýningarinnar vegna Twilight? Heyrði bara annaðhvort vegna þess að hún var ekki tilbúin eða til að setja hana sömu helgi og Dark Knight var frumsýnd.
það voru eimhverjar sögusagnir um að WB væri hræddir vegna vinsælda Twilights… en ég held nú að aðal ástæðan fyrir að þetta var fært aftur var vegna þess að það var hætt mikið við að framleyða myndir þegar þarna writer strike átti sér stað og þeir vissu að þeir myndu fá peningin sem þeir myndu fá út frá þessum myndum sem hætt var við frá Harry Potter ef það væri sýnt næsta sumar eða eitthvað svoleiðis
Einhverntíman las ég einhverja tilgátu um að þeim fyndist twilight eitthvað ógnandi. En ég held alveg örugglega að það hafi bara verið sögusagnir. Efast um að þeir hafi haft miklar áhyggjur af því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..