Hæhæ,
við erum í fullu fjöri og búin að vera að spila reglulega síðan í september í fyrra.
Það eru æfingar á sunnudögum klukkan 4, á grasinu hægra megin við Skautahöllina í Laugardalnum.
(Það er einnig aukaæfing í kvöld, mánudaginn 22. júní klukkan 8)
Og við spiluðum einmitt á undan Harry Potter söngleiknum til þess að leyfa fólki að prófa. Þetta hentar þeim sem spila ekki íþróttir mjög vel því að það er svo mikið að gerast að manni leiðist ekki og flestir sem eru í félaginu eru ekki í neinum íþróttum. Við erum flest í kringum menntaskólaaldurinn en það eru nokkrir sem eru enn í grunnskóla líka.
Þetta er alls ekki eitthvað djók, ef að einhverjir eru hræddir um það :)
Við erum á facebook, þið getið copy-paste-að Íslenska Mugga-quidditch Félagið í leitargluggan og addað okkur. Við erum með haug af myndum frá æfingum.
Mugga-quidditch er án efa ein skemmtilegasta íþrótt sem ég hef spilað: handbolti, badminton og eltingarleikur í einni íþrótt!
Kv. einn af stofnendum Íslenska mugga-quidditch félagsins.