Það er kominn nýr trailer í myndbandakubbinn. Endilega skoðið hann.

Þó mér finnst hann vera fínn yfir höfuð þá eru fimm atriði sem mér fannst pirrandi.
1: Ginny: “Harry, take my hand.”
Ok. hvar gerist þetta, af hverju, og af hverju er mynd af einhyrningi þarna? Ég gruna að þetta er í Þarfaherberginu en …samt.

2: Líklegast byrjunaratriðið.
Í bókinni áttu allir að vera mjög hræddir þegar þau uppgötvuðu að Voldemort gat flogið. Sé það ekki gerast þar sem drápararnir fljúga mikið(og líka í 5.) og þá sérstaklega sé ég það í því sem virðst vera í byrjuninni.

3: Atriðið í Hreysinu(The Burrow)
Af hverju er verið að bæta við atriði?

4: Spoiler.
Miða við alla trailerana(og þessi sýndi ágætlega mikið nýtt) virðist maður geta séð mikið sem gerist í myndinni. Ef einhver mundi nenna að downloada öllum trailerunum og klippa þá, þá mundi hann áreiðanlega geta séð helminginn af myndinni.

5: Snape.
Af hverju er sýnt þegar Harry er að berjast við Snape. Þetta er bara megaspoiler.

Mér er reyndar sama því ég var að uppgötva soldið sem er FKN gott.
Wikipedia
Domhnall Gleeson, son of Brendan, is expected to take the role of Bill Weasley, while Andy Linden has been confirmed as Mundungus Fletcher.
Mjög ánægður að Bill verður í myndinni, en HVAÐ MEÐ CHARLIE?
Brendan Gleeson, sem er pabbi Domhnall, leikur btw Alastor Moody.