Ég er ekki neinn sérstakur aðdáandi myndanna, en ákvað eftir að hafa úthúðað myndunum í fjöldamörg ár að líta jákvæðar á þær og hætta að einblína á allt sem vantar eða er ekki alveg eins og í bókunum. Ég mældi líka eftir því hversu oft ég hef nennt að horfa á hverja mynd fyrir sig.
1. Order of the Phoenix (Mörgu breytt, en á hentugan hátt og skemmtilegum smáatriðum haldið inni. Lúna er gjörsamlega fullkomin, Neville stendur sig vel og leikurinn hjá Daniel og Emmu er búinn að stórbatna. Góð skipting á hæðum og lægðum í atburðum bókarinnar.)
2. Prisoner of Azkaban (Töff túlkun og yfirbragð, þó að ég hafi ekki kunnað að meta Lupin fyrst um sinn. Mér fannst varúlfurinn skrýtinn og þoldi ekki þurrkuðu hausana.)
3. Philosoper's Stone (Krúttleg og sami fílingur og í bókinni. Dumbledore til fyrirmyndar og ævintýrabjarmi yfir öllu.)
4. Chamber of Secrets (Nánast sama lýsing og á við 3. sætið, en hún kreisti ekki jafn mikið út úr bókinni og hægt hefði verið.)
5. Goblet of Fire (Illa farið með gott plott, tímanum skipt undarlega upp og hlaupið á hundavaði yfir nánast hver einasta atriði. Ef til vill er lélegri klippingu um að kennar. Leikur Daniels og Emmu nær nýjum lægðum, en Rupert er stöðugur. Drekinn fékk of mikið pláss á meðan völundarhúsið hefði getað verið mun flottara, ef bókin hefði verið notuð meira við sköpun þess, en það var einn flottasti og áhugaverðasti partur bókarinnar að mínu mati.)