Já eins villandi og titillinn er þá er ég í rauninni ekki að tala um teiknimyndina Hjálp! Ég er fiskur.
Heldur er ég að leita af spuna. Veit ekki hvort einhver hafi lesið þennan tiltekna spuna en það sakar ekki að prófa, ekki satt? Better safe than sorry.

Sagan byrjar mjög klisjulega þar sem Harry fer aftur í tímann (tímaflökk eru einmitt mjööööög óalgeng í áhugaspunum, þá meinað í allri kaldhæðni að sjálfsögðu) og lendir á tíma sjálfs Merlíns. Klisjan heldur áfram og Merlín gerir Harry að lærlingi sínum. En það sem einkennir söguna er ritstíllinn og “plottið” í rauninni.
Það er Harry/OC ship og Harry kynnist meðal annars bara venjulegri Mugga stelpu og síðan seinna álfkonu.
Man ekki alveg hvernig spuninn er nákvæmlega en man að Harry berst við sjóræningja og drepur fyrsta manninn sinn þar. Síðan gengur hann í einhvern pureblood galdraskóla og fleira skemmtilegt.
Álfkonan er einhver álfaprinsessa (kemur víst seinna í ljós) sem Harry verður ástfanginn af en svo virðist hún vera trúlofuð einhverjum öðrum álfi sem átti víst vera talinn dauður.


Ég geri mér fulla grein fyrir hversu asnalegur spuninn hljómar en hann er virkilega góður. Las hann fyrir um það bil ári síðan og hef ekki fundið hann aftur.
Kannast einhver við þetta? Ef svo er, link vinsamlegast? =D

Bætt við 10. febrúar 2009 - 00:05
Afsakið en það er víst better be safe than sorry.