Haha ég fann íslensku bókina í hillu hjá vinkonu minni um daginn í þeim tilgangi að finna þetta orð íslenskað. Vildi svo til að ég opnaði bókina þar sem ég rak strax augun í þetta nafn í skáletruðu letri, Ævintýri Skálda-sveins og ég verð bara að segja að ég er sammála þeim hér að ofan, frekar kjánalegt…
Panta hana bara af Amazon.co.uk. Þar kostar hún 50 pund sem er rétt rúmlega 8000 kr núna. Hún myndi þá kosta um 10000 allt í allt með tolli og sjitti. Plús það að það tekur styttri tíma að senda hana. En persónulega er mér drullusama hvað hún er dýr. Eftir því sem ég hef lesið frá fólki sem er búið að fá hana þá er hún hverrar krónu virði.
Vá heppin, þó þetta tengist heppni reyndar ekkert…
Ég bara á ekki fyrir henni og ég efast um að faðir minn myndi vilja borga fyrir þessa litlu bók á því verði sem hún er (í special edition þá) eins og gengið er í dag…
Ætli honum finnist enn ekki nóg að hafa pantað allar Harry Potter bækurnar og gefið mér fyrir jólin í fyrra. :')
Uppfærsla: Ég var að fá eintakið mitt í hendurnar fyrr í dag og ég verð að segja að þetta lúkkar ógeheðslega veeeel! Ég gæti ekki verið ánægðari með þessi kaup. Jólin mín komu snemma í ár.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..