Lýtur svosem alveg ágætlega út. Hins vegar hafa framleiðendur oft verið þekktir fyrir að taka einu flottu/fyndnu atriðin úr myndum og setja í trailerana, þannig að ég ætla ekki að gera mér neinar vonir. ég ætla bara að búa mig undir að verða fyrir vonbrigðum þangað til ég hef séð myndina.
Lítur* Lýti er komið af orðinu ljótur :P En já…það er satt. Finnst trailerarnir oft mjög góð kynning á því um hvað bækurnar eru og hversu góðar þær eru því oftar en ekki eru trailerarnir mjög flottir og myndirnar svo lélegar. Ætla að reyna að vera með mjööööög litlar væntingar svo ég njóti nú myndarinnar eitthvað.
Ehehe, nokkuð marga :P Þessi villa var bara farin að smita út frá sér hérna held ég, svo ég vildi leiðrétta áður en fleiri myndu koma með ,,líta" með ý-i :)
Af því að framleiðendurnir vildu frekar að þetta yrði sumarmynd heldur en rétt-fyrir-jól mynd. Þeir telja að þeir græði meira á sumarmyndum. Svo var líka rumour í gangi um að tilraunaáhorfendum sem sáu myndina hafi fundist hún svo léleg að þeir hafi ákveðið að fresta henni og lagfæra hana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..