Ja ódýrt og ekki ódýrt… það vantaði eitthvað til að eyða diademinu og Harry var upptekinn. Það var svona frekar ólíklegt að Ron og Hermione kæmust þarna niður án Harry, en ætli þeim hafi ekki fundist það hálf ömurlegt að sitja og gera ekki neitt á meðan Harry var að leita að diademinu, svo þau ákváðu að prufa. Einskær heppni að Ron hitti á rétta “hvæsið”. Mér finnst þetta ekkert sérstaklega ódýr lausn þannig, ég meina hún hefði alveg getað látið þau koma hugmyndinni til Harrys hefði þetta ekki virkað og hann farið niður seinna, en það hefði kannski tekið full langan tíma. Svo til að Hermione og Ron hefðu eitthvað að gera og svo að Harry hefði tíma til að gera það sem hann þurfti að gera, var þetta bara ágætis lausn finnst mér. En það er mitt álit og það eru án efa fjölmargir ósammála :)
Bætt við 10. ágúst 2008 - 23:29
Mistök af minni hálfu… það var víst bikarinn sem þurfti að eyðileggja í þessu tilfelli, ekki diademið :D