Ef þú átt við að Percy hefði frekar átt að deyja, þá er ég ekki sammála því. Jú, þótt það sé ljótt að segja það, átti hann það kannski betur skilið, en ef maður pælir í því, þá er rökréttara að Fred deyji (líka ljótt að segja þetta…). Ég skal útskýra hvernig ég sé þetta:
Weasley fjölskyldan hefur alltaf verið stór hluti af sögunni, og flestir hafa komið nokkuð við sögu. Bill gat hinsvegar ekki dáið því það var nóg drama í kringum hann í bók nr. 6. Hann var s.s. “búinn”. Charlie hefur ekki komið nógu mikið við sögu til að dauði hanns snerti mann eitthvað af viti, svo það var ólíklegt að hann myndi deyja. Ron og Ginny hafa líka gengið í gegnum mikið drama í gegnum bókaflokkinn, svo þau voru “búin” líka. Auk þess að það væri full mikið að taka Ginny frá Harry. Þá eru það tvíburarnir og Percy. George misti eyrað, svo það útilokar hann eiginlega líka. Nóg drama komið hjá honum, svo annað hvort Fred eða Percy. Þar sem voðalega fátt dramatískt hefur gerst í kringum Fred allan bókaflokkinn, en fullt í sambandi við Percy (ekki lífshættulegt, en drama samt), hefur Fred eiginlega “vinninginn”. Auk þess að með því að láta Fred deyja fyrir framan Percy, myndast enn meira drama heldur en annars. Percy þjáist þegar af sektarkennd yfir hvernig hann kom fram við fjölskylduna sína og hversu langan tíma það tók hann að átta sig á hlutunum. Svo er hann rétt kominn aftur og þá er bróðir hanns myrtur beint fyrir framan nefið á honum og margfaldar að öllum líkindum sektarkenndina því þótt það hafi örugglega verið ómögulegt, kennir hann sjálfum sér pottþétt um að hafa ekki bjargað honum.
Vá ég verð að far að stytta svörin mín hérna held ég… En svona sé ég þetta allavegana. Dauði Freds var sorglegur, en eiginlega nauðsynlegur.