Eftir því sem ég best veit, var þessi varnargaldur aldrei meira en ákveðin kenning og ekkert víst að hún hafi komið fram áður en Lily fórnaði sér fyrir Harry, svo hvar átti Voldemort að lesa sér til um hana? Fyrir utan það að eins og einhverjir hafa bent á, gat hann ekki gert sér í hugarlund að einhver skildi vera reiðubúinn að láta lífið í örvæntingarfullri og að öllum líkum vonlausri tilraun til að bjarga ástvini.
Mín skoðun er sú að Voldemort varð hrokafyllri eftir því sem hann varð voldugri. Hrokafullu fólki verður það oft á að halda að það sé gersamlega ósigrandi og því verður það kærulausara en annars. Vissulega voru sumir af Horcruxunum faldir á heimskulegum stöðum en þó voru þeir það ekki allir. Voldemort bjóst ekki við að neinn myndi komast að því að hann bjó til Horcruxa, og hvað þá að einhver myndi finna þá, sem er mjög augljóst merki um Hroka.
Að mínu mati liggur ótrúlega mikið að baki persónusköpuninni í Harry Potter. Maður þarf bara að kunna að lesa í þær.
Að sjálfsögðu er þetta afþreying, margir líta á þessar bækur eingöngu þannig og það er ekkert athugavert við það. En fyrir mér og mörgum öðrum er þetta svo miklu meira en það. Þetta er ævintýraheimur sem auðvelt er að gleyma sér í, en ólíkt svo mörgum öðrum er hann langt frá því að vera fullkominn og það er það sem gerir hann raunverulegri en marga aðra. Auðvitað flækjast mistök og “litlir hlutir sem meika ekki sense” inn á milli, en miðað við lengd bókanna og stærð ævintýrisins, eru þær merkilega fáar og af minni hálfu allavegana, auðfyrirgefanlegar.