Trúið mér, þið hafið ekkert annað að gera núna heldur en að vafra um á netinu og fá hugdettu að grein! Svona svo að það þurfi ekki að breyta nafninu á þessu áhugamáli í /fanfic eða /ahugaspunar þá væri örugglega fínt að fá gáfulega (eða ógáfulega) grein frá öllum þeim góðu pennum sem ég veit að eru hérna í leynum.
Þið getið skrifað um uppáhaldspersónuna ykkar (þótt að ég viti að ég er ein af þeim sem á að gera það í persónu mánaðarins), komið með bókagagnrýni (ætlar enginn að gerast gagnrýnandi eða greinahöfundur?), sagt hvernig þið byrjuðuð að lesa bækurnar eða skrifað um atburð sem ykkur fannst skipta miklu máli fyrir bækurnar.
Ef ég væri ekki þessi letingi að læra þýsku væri ég löngu búin að skrifa grein um þetta allt! En hvað segið þið, einhver sem vill prufa að koma með grein? Skrifa hálfa blaðsíðu á dag og senda svo inn?
Koma svo!