Er það bara ég eða er samot farinn af listanum yfir stjórnendur?
Hann er reyndar ennþá með góða forystu á ofurhuga-listanum, þótt hann hafi ekkert gert á öllum Huga í 3 mánuði. Það hlýtur að vera merki um að hann hafi verið asskoti virkur…
Það voru fjöldamargir stjórnendur reknir sem að hafa ekki gert neitt eða loggað sig inn í nokkra mánuði. Hann er þar á meðal. Um leið og hann byrjar að stunda huga aftur þá getur hann sótt aftur um stöðuna og ég held að hann eigi góða möguleika á að fá starfið aftur, ef að hann hefur áhuga á því.
Þakka þér, en mér hefur verið hafnað tvisvar núna. Reyndar þegar mér var hafnað í seinna skiptið með þeim rökum að það væru 3 stjórnendur hér þannig að ég sendi bréf til baka og benti á að samot hefur ekki komið hingað í 3 mánuði. Vefstjori hefur víst lesið það, þótt hann sé ekki búinn að svara því sem ég spurði að…. eða einhver annar hefur sagt honum.
En ég vil að RemusLupin sæki líka um. Hann hefur verið að gera helvíti góða hluti hérna. Takk samt! ^^
Endilega sóttu um aftur, staðan er allavegana laus og það kemur líklega auglýsing upp núna næstu daga (vefstjóri sagðist ætla að sjá um það). Hvet líka RemusLupin og bara alla aðra að sækja um :) Það verður voða gott að fá annan virkan stjórnanda ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..