Ef einhver annar hefur postað svona þræði hérna áður, biðst ég afsökunar. Ég hef aldrei fylgst mikið með þeim þráðum sem koma hérna.
En annars, ef það hefur ekki komið áður, þá mun Helen McCrory leika Narcissu Malfoy, hún átti að leika Bellatrix en þurfti að hætta við vegna þess að hún var ófrísk. Ég var að leita að myndum af henni á Google og vona innilega að hún verði með ljósa hárkollu… en það gæti farið henni frekar illa. Hún virðist vera með náttúrulega dökkt hár.
Ég ætla ekki að láta inn link með myndum af henni, þið ættuð alveg að vera fullfær um að skrifa nafnið hennar í google og finna sjálf myndir, en hvað finnst ykkur um hana sem hina köldu og fögru (og ljóshærðu) Narcissu Black/Malfoy?