Verðbólga sök Potters
''Verðbólgan í Noregi var 1,8 prósent en ekki 1,5 prósent eins og Seðlabanki Noregs hafði gert ráð fyrir. Harry Potter á ef til vill aök á aukningunni . ,,Verðbólgan í desember var sérstök. Meðal annars jók bókaverð verðbólguna um 0,2 prósentustig. Það er mögulegt að þetta hafi verið Harry Potter-áhrif,'' sagði astoðarseðlabankastjóri Noregs, Jarle Bergo, á blaðamannafundi í gær að því er greint er frá á vefsíðunni e24.no. ,,Það er sérstakt að ákveðin vara hafi svo mikil áhrif en útreikningar vegna verðs á bókum eru svolítið sérstakir. Þegar fólk kaupir dýrari bækur reiknast það sem verðhækkun,'' sagði Bergo. Þegar fólk kaupir til dæmis Benz í sað Huyndi, og borgar þess vegna meira, reiknast það ekki sem verðhækkun, að því er bent er á e24.no. Seðlabanki Noregs ákvað í gær að hafa stýrivexti óbreytta eða 5,25 prósent. ''
Já ég skil voða lítið í þessu en finnst þetta merkilegt, það lýtur út fyrir að Harry Potter ætli að kveðja með stæl! :)
“One day when your whole life flashes before your eyes, make sure it's worth watching … before it's too late.” - Anonymous