Trúarbrögð er uppræta alls ills í heiminum…
Sorgin sem fylgir því að þetta sé búið
Ég er nýbúinn að lesa seinsustu bókin (ég veit ég hef bara ekki haft tíma til þess að lesa undanfarið) og það kom mér frekar mikið á óvart hvað ég er leiður núna. Ég sé næstum því bara eftir því að hafa lesið hana. Tilhugsunin um að þetta sé búið er svo fjarlæg og asnaleg, maður hefur lifað sig inní þær og pælt í þeim, hvað gæti gerst, afhverju þetta og hitt gerðist og síðast en ekki síst tengst karakterunum á undarlegan hátt og mér finnst eiginlega grátsorglegt að það eigi aldrei eftir að koma fleiri sögur af Harry, Hermione, Ron og öllum sem komið hafa fyrir í bókunum. Ég veit ekki hvort ég sé einn um þetta, kannski er ég bara svona sérstakur, en það er þessi tilhugsun um að það eigi aldrei eftir að koma út fleiri bækur sem að fer svona rosalega í mig, því að það eitt er víst að það eiga aldrei eftir að koma út bókaflokkur eins og Harry Potter.