Jæja, núna ætla ég að fá smá útrás :)
Fyrst langar mig til að spurja ykkur hvernig ykkur fannst nú loka bókin af Harry Potter. Urðuð þið fyrir vonbrigðum eða ekki? Hvað kom ykkur mest á óvart og hvað fannst ykkur mest fyrirsjáanlegt?
Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Mér finnst Rowling alltaf hafa verið að toppa sig með næstu og næstu bók og nú sé toppnum náð. Það sem kom mér mest á óvart var að sjá í enda bókarinnar að Snape var eftir allt saman að vernda Harry. Það hefði svo sem ekki komið mér það mikið á óvart ef þetta hefði verið í byrjun bókar en eftir að hafa lesið byrjunina á þessari bók var ég staðráðin í því að núna væri ég búin að vita leyndarmálið um Snape. Þetta er svona það sem kom mér mest á óvart. Það sem var svona fyrir sjáanlegt var að Harry endaði með Ginny (ef hann myndi lifa) og að Hermionie og Ron enduðu saman.
Mér fannst mjög áhrifaríkt þegar Harry vissi að hann þurfti að fórna sjálfum sér fyrir alla hina og ganga upp í opinn dauðann. Þegar hann sá Colin dáann, hitti Neville og laug að honum. Þegar hann hitti foreldra sinna, Sirius, Lupin, Tonks. Vá, þarna táraðist ég mikið. Fannst líka mjög áhrifaríkt hvernig Rowling túlkaði í þessari bók hvað gerist við slæmu sálirnar eftir dauðan og hvað gerist við þær góðu. Líka það að Harry reyndi að segja Voldemort að reyna að iðrast..haga sér eins og maður…svo hann myndi ekki lenda í þessum ósköpum..Ohh, þetta er svo æðisleg bók og mér finnst þeir sem lesa ekki Harry Potter og ætla að sjá þetta allt í myndunum vera að missa af svo miklu. Svooo miklu. Hvernig ætli þeir svo hafi þetta í myndunum? Ég verð að játa að ég veit ekki hvort ég á að þora að sjá mynd 6 og 7. Er svo hrædd um að þeir munu klúðra þessu illilega og klúðra bestu bók sem ég hef lesið. Þeir eru nú þegar búnir að klúðra miklu, þar á meðal Dumbledore.
En að öðru…Það er eitt atriði sem ég skyldi ekki almennilega í þessari bók. Þegar Ron var kominn til baka þá sagði hann Harry að tilfinningar hans til Hermione væri bara eins og til systur. Ekkert meira. Ég tók mjög mikið mark á þessu og hélt að það yrði þá ekkert meira á milli þeirra. En síðan er það aldeilis ekki þannig…það kemur í ljós að Ron þykir mjööööög vænt um Herimione. (Þegar hún var pinntuð) og svo hefur verið eitthvað meira en bara systkinakærleikur því þau gifast í endan og eignast börn.
Afhverju var hann þá að segja þetta? Tilhvers að hafa þetta í bókinni? Ruglar mann bara…
Annað atriði sem ég vil tala um. (Já ég veit að þetta er orðið langt en það er mikið sem ég vil tala um:P)
Ég hef verið að renna í gegnum korkanna hérna og ég hef séð ykkur vera að tala um ástæðulaus dauðsföll. Eins og: ,,Það var engin ástæða að láta Colin deyja“ eða ,,Tonks og Lupin hefðu ekki átt að deyja..það var engin ástæða fyrir því!” Ofl.
Eru einhverjar ,,ástæður“ fyrir því að fólk deyr? Þegar maður missir einhvern sem manni þykir vænt um eru engar ,,ástæður” fyrir því. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Auðvitað geta verið einhverjar ástæður fyrir því bókmenntalega séð. T.d. að til að sonur Tonks og Lupin myndi vera móður-og föðurlaus eins og Harry. Öll dauðsföllin í sögunni gera söguna meira áhrifaverða, hryllilega enn einnig raunverulegri. Ef ég tek Colin sem dæmi: Það að lesa það að Harry þyrfti að fara og láta Voldemort drepa sig var mikið sjokk. Einnig mjög mikið fyrir Harry í sögunni. Maður getur varla ýmindað sér hvernig manni liði ef maður væri í hans stöðu. Það að sjá einhvern láta lífið fyrir manns eigin sök gerði þetta meira áhrifaríkara. Sjá Tonks og Lupin. Síðan Colin svo smáan…
Þetta gerir allt svo áhrifaríkt og opnar augu manns á því að nú var allt lokið. Þau dáinn og Voldemort við það að vinna. Þegar ég las þetta allt var ég bara fegin að það stóð að öll Weasley fjölskyldan var í kringum Fred…þau voru þá enþá öll á lífi…
Jæja, núna að samkynheigð Dumbledore. Ég skrifaði mikið af þessu í svari en þetta á heima á þessum korki þar sem fleiri sjá þetta. Ef þið eruð þá ekki búin að gefast upp á að lesa þetta allt, haha :D :P
Fyrst þegar ég frétti að Dumbledore væri samkynheigður fannst það mjög skrýtið fyrst og vissi eiginlega ekki hvað mér átti að finnast um það. Ég meina…ímynda sér gamla góða Dumbledore með einhverjar kynferðislegar hvatir til annarra manna…*hrollur*
En þegar ég fór að hugsa betur um þetta passar þetta mjög vel í sögunna og úskýrir afhverju þessi gáfaði maður fór út í þessa miklu vitleysu með Grindewald og stöðvaði það ekki fyrr. Líka allt í lagi ef hann hefur verið hrifinn af honum osfr. Hann var ungur þarna. Þegar hann eldist var hann síðan ekki með neinum manni eða neitt og þessvegna eiginlega ,,kynlaus“. Æ, ég vona þið vitið hvað ég meina..auðvitað ekki kynlaus, en ég vona að þið skiljið mig :)
Ég er allveg orðin sátt við þetta núna, og truflar mig ekki neitt að uppáhalds persónan mín sé allt í einu orðin samkynheigð.
Það sem truflar mig samt smá er hvernig fólk lætur. Ég skil vel að sumum HP aðdáendum finnist þetta skrýtið, mér fannst það sjálfri. En það þarf ekki endilega stimpla hann þannig að hann sé eitthvað öðruvísi enn aðrir þó að hann hafi verið samkyneigður. (Ath, ég var næstum því búin að segja víst að hann var samkynheigður..held ég sé loksins búin að læra af þessari villu! :D (fyrir þá sem ekki vita eru hugarar mjög oft að leiðrétta þessa villu og ég hef aldrei lært af henni…oftar en ekki eru þetta líka oft sömu aðilarnir sem hafa verið að leiðrétta mig, aftur og aftur))
Ég vil ekki sjá að Dumbledore verði leikinn sem mjög samkynheigður maður í útliti né hegðunn. Að hann verði á einhvern mýkri maður eða eitthvað. Besti vinur minn er samkynheigður og það sést alls ekki á honum. Líka að þetta sé svona mikið mál. Ég var að skoða myndbönd á youtube með J. K. Rowling þar sem hún var að tala um 7 HP bókina osfr. og þar stóð í mörgum commentum:
,,omg Dumbledore is gay!!” ,,Dumbledore is gay! LOL" og ofboðslega mikið með það :/ Úff..bara fólk..plís ekki skemma uppáhalds persónuna mína :/
Það sem fer samt mest í mig eru HP aðdáendur sem segjast ætla að hætta við að lesa 7. bókina vist að svo sé. Eða hættir að vera aðdáendur eða eitthvað síkt. Ég meina….AFHVERJU? Þetta kemur ekki einu sinni fram í bókinni, bara eitthvað sem Rowling sagði….ohh, fólk. Þetta fer verulega í taugarnar á mér.
Ahh, jæja..ég held ég sé búin að fá útrás fyrir þessu öllu:P Úff..lagði varla í að skrifa þennan kork, svo þegar ég var byrjuð gat ég ekki hætt:P Vona allavegana að einhverir hafi nennt að lesa þetta allt. Endilega kommentið og rökstyðjið ykkar svar ef þið eruð ósammála :)
Bætt við 6. janúar 2008 - 02:03
Já ég vil síða benda ykkur á þetta:
http://www.hugi.is/hp/threads.php?page=view&contentId=5530164
Einn besti heimildaþáttur sem ég hef séð :) Er um J. K. Rowling..ótrúlega góður þáttur :)
An eye for an eye makes the whole world blind