Já, ég veit, þetta er kannski fáránlegt að spyrja um þetta, en ég var að spá hvort einhver gæti verið svo indæll að koma með eitthverjar glósur úr öllum bókunum á ensku?
Eitthvað sem ykkur dettur í hug, eins og t.d. Ræningjakortið og Yllisproti og eitthvað svona sem er þýtt yfir á íslensku í bókunum…
Ég hef nefnilega aldrei lesið bækurnar á ensku, því ég veit aldrei hvað allt heitir, og finnst ég þá ekki skilja bókina nógu vel…
En mig langar að fara sökkva mér í áhugaspuna á ensku, en út af því að ég var ekki búin að lesa bókina hélt ég mig frá þeim af ótta við spoilera, svo það væri æðislegt að fá smá orðabók hérna um þýdd orð á íslensku…
Væri fínt ef það yrði bara úr öllum bókunum =)