Já það var frekar sorglegt að bæði Lupin og Tonks dóu. En ég held þó að Ted litli hafi átt betri framtíð fyrir sér í þessu öllu en Harry hafði á sínum tíma. Ted á ennþá ömmu á lífi sem ól hann upp og var góð við hann og Harry tók líka virkann þátt í lífi guðsonar síns, annað en Harry átti að venjast á sínum yngri árum (þar sem hans guðföður var farstur í Azkaban).
Mér datt nú alltaf í hug, að ef Harry lifði af (sem ég hef nú að sjálfsögðu alltaf vonað), þá myndi hann giftast Ginny og eiga einn son sem héti Albus og annan sem héti James. Hins vegar datt mér aldrei í hug að hann ætti eftir að eignast son sem hann myndi láta heita Severus! Enda hefði hann aldrei gert það nema eftir að hann sá síðustu minningu Snape sem útskýrði allt. Ég verð nú að segja að það var frekar kaldhæðnislegt að maður fékk ekki að vita góðu hliðarnar á Snape fyrr en hann var dáinn. Hins vegar held ég að við hefðum aldrei getað fengið þessa góðu hlið upp á meðan hann lifði því að hann varð að leika hlutverk sitt mjög vel fyrir öllum. Það hefði verið verulega fáranlegt ef Snape sem allir innan skólans höfðu tekið eftir að hataði Harry (og tilfinningin var ekkert öðruvísi hjá Harry) hefði allt í einu farið að sýna Harry vinsemd. Snape sýndi Harry strax frá fyrstu stund fyrirlitningu, svo kemst maður að því að honum hafi alltaf þótt vænt um drenginn og ég verð að segja að ég skil ekki hvernig er hægt að koma svona fram við einhvern sem manni þykir vænt um? Ætli það hafi ekki truflað Snape í allann þennann tíma hversu mikið Harry líktist föður sínum, sem Snape hafði alltaf hatað og kannski ekki mjög skrítið.