Ég var bara að finna þetta út núna. Nafnið Sirius er einnig nafn á stjörnu sem að heitir öðru nafni hundastjarnan. Tilviljun, eða haldiði að þetta hafi verið planið allan tímann hjá Rowling?
Bætt við 6. október 2007 - 12:57
Verð að bæta við. Það er býsna magnað að næstum því hvert einasta nafn í bókinni er útpælt. Umbridge=sársauki á latínu. Nicholas Flamel, sagður hafa búið í elsta húsi í Frakklandi. Lupin=Lupe=Úlfur. Og svo núna Sirius. Það er alltaf jafn gaman að komast að nýju nafni bara til að sjá hvað þetta er allt vel skipulagt :).