Hafið þið pælt í því hvað það verður hreint fáránlegt fyrir þá sem horfa bara á myndirnar að sjá 7.myndina? Gráa lafðin hefur ekkert komið fyrir í myndunum, Dobby er í algjöru aukahlutverki þar og… bíðið aðeins meðan ég hugsa… tja, það er allavega fullt af hlutum, stöðum og fólki sem maður man aðeins eftir úr bókunum en hefur ekki verið minnst múkk á í myndunum. Ég sárvorkenni þeim sem horfa bara á myndirnar, skildu þau fá eitthvað almennilegt samhengi í þetta? Auk grænu auganna hans Harrys, en ég var búin að kvarta yfir því.
Vitið þið um einhverja sem kalla sig HP-aðdáendur en hafa bara séð myndirnar?
(Svo eftir örfáar vikur fáum við að sjá alla þá sem lásu bókina á íslensku í fyrsta sinn fara aftur og aftur gegnum allt sem var búið að segja hérna. Það bíða okkar skemmtilegir tímar ^^ Yay!)
Bætt við 27. september 2007 - 22:40
Svona eftir á að hugsa…. var ég búin að koma með kork um þetta? Ég man það ekki, ef svo er biðst ég innilegrar afsökunnar!