hvernig var Quidditch bókin, sem J.k.Rowling skrifaði einhvern tímann. Er hún eiguleg og hvar er hægt að kaupa hana.
Ég man líka eftir einhverri annarri sem hún skrifaði líka sem var eins og hin líka um galdraheiminn. Ég spyr sömu spurninga um hana(ef hún er ekki ímyndun)
Quidditch Through the Ages heitir þessi bók og þetta er sama bók og Harry og Ron hafa stundum sést lesa í bókunum. Hin er Fantastic Beasts and where to find them og þetta er kennslubók sem nemendur Hogwarts hafa notað. Þetta er bókin hans Harrys og H., R. og H. eru öll búin að skrifa eitthvað á blaðsíðurnar eins og fólk gerir við venjulegar skólabækur. Þær eru báðar mjög eigulegar fyrir alla HP aðdáendur og gefa mjög góðar upplýsingar um galdraheiminn sem koma ekki fram í bókunum.
Ég keypti mín eintök í M&M á Laugarveginum fyrir mörgum árum. Hef ekki hugmynd um hvort þær fáist ennþá. Þú getur örugglega bara reynt að hringja í helstu bókabúðir landsins og spurt um þær.
Ég keypti Quidditch Through the Ages í Bókval á Akureyri síðasta vetur. Ég vissi ekki að hún væri til fyrr en ég sá hana þarna og ég keypti hana strax. Ég er ekki mjög sleyp í enskunni en hef þó reynt að lesa hana aðeins. Mér finnst hún alveg eiguleg, enda er ég heitur aðdáandi þessara bóka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..