Ég tók eftir því að Harry hafði stungið upp á aðdráttar galdrinum (Accio) og nefndi orðin "Accio Helkross“. Þá ætlaði nistið að koma en líkin í vatninu stöðvuðu það. Þess vegna byrjaði ég að spá, afhverju gerðist einhvað þegar Harry nefndi helkrossinn ef það átti ekki að vera þarna??
Og afhverju var ennþá vökvi í kerinu ef hinn raunverulegi helkross ver þegar tekinn?
Gæti ekki verið að Voldemort hafi sjálfur kannski umbreytt nistinu og látið ”fake“ miða í það? Til þess að blekkja þann sem reyndi að stela því?
Ég tók líka eftir villu í bókinni!! :D:D (loksins)
Harry notaði Petrificus Totallus galdurinn á síðasta dráparann úr turninum. Svo sagði Rufus Scrimgur að það hefðu verið notuð rænuleysis álög á hann!:D
En hvað með það… ég sagði að Voldemort gæti hafa umbreytt nistinu eða (var ég að spá) að Dumbledore hafi komið einhvað nálægt þessu. Þegar Dumbledore datt niður úr stjörnufræði turninum þá leið mjög langur tími þangað til Hagrid kom með Harry þangað. Harry tók loksins þá eftir nistinu liggjandi við hlið Dumbledores! Einhver gæti hafa stolið því á meðan Dumbledore lá þarna, eða umbreytt því sjálfur svo Harry myndi ekki fatta. Harry tók nefnilega aldrei eftir því hvernig nistið leit út þegar Dumbledore tók það úr steinskálinni í hellinum. Það gæti hafa verið alvöru nistið/helkrossinn og Harry gæti hafa tekið alvöru helkrossinn frá Dumbledore en ekki fattað það!
Þannig að ágiskarnar eru nokkrar:
1. Voldemort umbreytti nistinu til að það myndi líta út eins og hann hefði ekki verið réttur helkross.
2. Dumbledore hefði getað umbreytt því sjálfur ef það myndi kannski einhver ná af honum nistinu…t.d. þegar hann dó!
3. R.A.B. var alvöru persóna og annað hvort stal nistinu þegar Dumbledore lá niðri dauður eða þegar nistið var enn í hellinum (en ég kom með nokkra punkta áðan sem ”gætu" afsannað það).
Ég vil segja að lokum að nistið sem Harry er með gæti verið alvöru helkrossinnn eða ekki! Who knows? (fyrir utan Rowling og þá sem hafa lesið sjöundu bókina).
Og ég vil líka nefna að nistið hefði getað verið tekið þegar Dumbledore lá niðri dauður.
Gerið það og ekki skrifa nein spoiler svör eða þannig. Ég á eftir að lesa Deathly Hallows og vil ekki láta spilla fyrir mér. Ef einhverjir sem eru kannski að bíða eftir íslensku útgáfunni eða hafa bara ekki lesið 7undu bókina geta endilega svarað og pælt með mér! :D
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"