1. The Prisoner of Azkaban
2. The Order of the Phoenix
3. The Chamber of Secrets
4. The Philosopher's Stone
5. The Goblet of Fire
Ég skil ekki hvers vegna svona margir fíluðu ekki Prisoner of Azkaban, hún var að mínu mati lang best gerða myndin. Það pirraði mig lang minnst við hana þegar einhverju var sleppt úr, auðvitað þarf að sleppa einhverju úr þegar mynd er gerð eftir svona langri bók, en PoA gerði það vel, þar var réttum atriðum sleppt. Ólíkt Goblet of Fire, þar sem mikilvægum plot-punktum var sleppt úr og áherslur settar á algjörlega vitlausa staði, atriðum breytt út í bláinn og… Barty Crouch Jr. kynntur aaaallt of snemma. Hún var líka gerð að allt of mikilli ‘unglingamynd,’ sem ég fílaði alls ekki. Hrikaleg mynd. Fyrstu tvær finnst mér enganveginn góðar, einfaldlega vegna þess að þær ná ekki að sýna HP heiminn nógu vel. Skólalóð Hogwarts var t.d. eins og vel sleginn garður í bandarísku úthverfi, ekki skosk hálönd. Order of the Phoenix hefði getað verið mun betri, ef hún hefði ekki breytt svona óþarflega miklu út frá bókinni. Imelda Staunton sem Umbridge dró myndina í heild rosalega mikið upp, fannst mér. Henni tókst að vera svo pirrandi að mann langaði að teygja sig inn í myndina og kyrkja hana, sem er afrek.
Peace through love, understanding and superior firepower.