nei ég meina, þetta er svo sem ekkert verra (og að mörgu leiti talsvert betra að mínu mati) en Harry/Snape pörunin… það er bara eitthvað svo rangt við það. Og það er ekki það að þeir séu báðir karlkyns (ég hef alltaf gaman af smá Lupin/Sirius action), en þetta er bara svo rangt.
Samt það klikkaðasta sem ég hef heyrt var Harry og Basilikuslangan. Bara too weird.
En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það væri alveg hægt að gera skemmtilega sögu um James og Petuniu. (Sérstaklega eftir upplýsingar úr 7. bókinni en þar sem þetta er ekki spoilerþráður þá förum við ekki nánar út í það). Ef hlutirnir hefðu farið aðeins öðruvísi hefði eflaust eitthvað getað átt sér stað þarna á milli… hmm.. þegar ég hugsa þetta aðeins betur þá sé ég alveg fyrir mér ágæta sögu þarna…
Fyndið hvað maður getur verið fordómafullur fyrst þegar maður heyrir um nýja pörun en svo þegar maður spáir í þetta eða les sögu um þetta þá kemur eitthvað skemmtilegt í ljós…
… held samt að ég sætti mig aldrei við Harry/Snape eða Harry/Basilisk
Kveðja
Tzipporah