Afhverju fékk Sirius Black ekki málverk af sér þegar hann dó, þannig að hann gat verið…. uu lifandi í málverkinu? t.d eins og allir skólastjórar í Hogwartskóla.
Ég held bara að það myndu ekkert allir galdramenn nenna að gera málverk af sér…kannski kostar rosalega mikið eða er rosalega flókið að gera það. Ég held allavega að það sé bara gerð málverk af mjög mikilvægu eða frægu fólki í galdraheiminum…og ekki oft svona rosalega lifandi, eins og til dæmis Gilderoy Lockhart átti málverk sem blikkuðu hann rétt svo en á skrifstofu skólastjóra Hogwarts skóla eru málverk sem er næstum eins og persónan var þegar hún var lifandi…
Rowling svaraði þessu einhverntímann á þann hátt að galdramaðurinn þarf að hafa skilið eftir part af sér sjálfum í myndinni til að hún verði eins og myndirnar á skrifstofu skólastjórans, geymi hans hugmyndir og hugsanir. Allir skólastjórar Hogwarts eru búnir að gera ráðstafanir til þess að það komi mynd af þeim um leið og þeir deyja. Sirius var ekki búinn að gera neinar slíkar ráðstafanir. Þessvegna er ekki hægt að fá neitt nema ljósmyndir sem hreyfast af honum eða málverk sem hreyfist en ekki sem getur talað og man það sem hann man.
O þetta er alveg útpælt hjá henni! Hún er svo mikill snillingur! Hún sagðist náttúrulega sjálf vita allt um þennan heim sem hún gerði. Hún er svo gott sem búin að skrifa allt sem tengist honum, þó svo að við eigum kannski aldrei eftir að sjá það.
Örugglega. Hún er ekki búin að gefa út tímatakmörk á hvenær hún gefur hana út en hún er að vinna í henni. Í henni á að koma svona backstory um fullt af karakterum eins og t.d. Hogwartsdraugana, Dean Thomas og fullt af fleiru dóti sem við vitum lítið eða ekkert um en hún er með fullt skrifað um hjá sér. Ég held að hún ætli að gera þetta til styrktar góðra málefna eins og var með Fantastic Beasts og Quidditch bókina. Það verður spennandi. Kveðja Tzipporah
Já það verður spennandi. Þá fáum við kannski að vita hvernig stendur á því að hinir draugarnir í skólanum segja að Pevers sé ekki alvöru draugur. Og svo er líka gaman að fá meiri upplýsingar um aðra karagtera sem maður les bara um í skólanum.
Ég á Quidditch bókina að vísu á ensku en mér finnst að það eigi að þýða þessar aukabækur yfir á íslensku. Það borgar sig alveg örugglega þar sem markhópurinn hér er mjög stór bæði fyrir þá sem lesa enskuna og einnig íslenskuna. En við sjáum bara hvað setur.
Já mér finndist nú eðlilegt að þeir þýddu bæði komandi bók og Quidditch og fantastic beasts. Vona að þeir geri það og geri það vel.
En Peeves er ekki alvöru draugur í rauninni. Ekki í þeim skilningi að hann var á lífi og dó svo og ákvað að hanga kyrr eins og Nick og allir hinir. Hann er ærsladraugur (sem er ekki góð þýðing, en íslenskan er ákaflega fátæk þegar kemur að erlendri hjátrú) á ensku heitir það poltergeist. Það er að mér skilst einhversskonar uppsöfnuð orka sem tekur á sig mynd og býr sér til vitund og “lifir” (ef líf má kalla) eingöngu til að hrekkja og stríða og oft á ógnvænlegan hátt. Peeves er einhver meinlausasti poltergeist sem ég hef heyrt um. Þú hefur væntanlega ekki séð myndina Poltergeist? Hún var ákaflega vinsæl þegar ég var krakki. Það voru allir skíthærddir eftir að hún kom út og sáu ærsladrauga í hverju horni.
Ætli það væri ekki pínu brjálað samfélag ef allir garlamenn og nornir sem létu lífið myndu byrtast strax aftur á mynd sem gæti talað og hugsað eins og sá sem var að degja?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..