Ókei… Það eru í raun og veru þrjár aðal-aðal persónur sem deyja. Eða frekar tvær: Snape og Voldemort. Snape fékk heila bók um sig (The half-blood prince) og hvernig getur hann EKKI verið aðalpersóna eftir það? OG voldemort… hann hlýtur bara að vera aðalpersóna, hinn helmingur af þessum yndislega ríg sem hefur skapast þarna á milli fylkinga… ahem. Fred er bara fred: til að hafa einhvern húmor í gegnum sögurnar og persóna sem okkur þykir vænt um en svona þegar allt kemur til alls þá hefur hann ekkert ótrúlega mikinn áhrif á gang málanna. Þannig að þær tvær aðalpersónur sem dóu voru Voldemort og Snape…
Harry dó aldrei. Why? Jú, Rowling hefur alltaf sagt að þegar einhver deyr þá kemur sá hinn sami ekki aftur. Þegar Sirius deyr, þegar Dumbledore þegar Cedric deyr: There is no return. En hann kom aftur og þar af leiðir er ekki hægt að segja að hann hafi dáið… Hann var kannski fastur í einhverju furðulegu limbói sem ég fatta ekki hundrað og tíu prósent en það er líka kannski pointið…